Þegar ég var að fljúga heim frá Gatwick um daginn þurfti ég að skila af mér farangri. Við röðina var myndarleg blökkustúlka í EasyJet búningi. Hún bað mig um farmiða og vegabréf.
"Iceland, eh? What's that like?"
"Cold" svaraði ég og brosti.
"Yeah, well, it's bloody cold here as well... Is it a happy place?"
Ég hugsaði mig um í svona sekúndu, svaraði svo hikandi:
"Yeah. It's rich. That always helps," og uppskar hlátur.
Í fluginu las ég eintak af The Economist þar sem fjallað var í löngu máli um hvernig lágmarkslaun væru að knésetja kapítalistastéttina.
Af einhverri ástæðu hefur þessi stutta samræða verið mér hugleikin undanfarna viku.