Gaman frá því að segja að vefurinn ensk.is styður nú loksins myrkraham (e. dark mode). Útfærslan byggir alfarið á CSS og reiðir sig því hvorki á vefkökur né JavaScript. Fantagóður stuðningur við það í nýlegum vöfrum.