22.9.2025 kl. 01:15 - Sveinbjörn Þórðarson
Fyrir nokkrum árum var ég staddur með vinafólki í litlu indí kvikmyndahúsi í Soho i London þegar ég tók eftir því að stórleikkonan Frances McDormand var á svæðinu, að lesa dagblað og fá sér kaffibolla. Mig dauðlangaði af gefa mig á spjall við hana og láta hana vita hversu mikið ég kynni að meta hennar hæfileika, og allar þær frábæru kvikmyndir sem hún hefur verið í, en að lokum gerði ég það ekki, Íslendingurinn sem ég er. Sat bara úti í horni og sötraði kaffi með vinum og gautaði augunum við og við í hennar átt þar til hún fór. Horfði aftur á frábæru Coen kvikmyndina Fargo í gærkvöldi og óskaði þess skyndilega að ég hefði látið ríða á vaðið á sínum tíma. Stórkostleg leikkona.