Sígildar sögur

24.5.2021 kl. 23:06 - Sveinbjörn Þórðarson

Var í geymslunni um daginn, fann þar fjársjóð sem mig langar til að deila með ykkur, eins konar "lifehack" sem ég naut góðs af þegar ég var lítill strákur, sirka 7-8 ára.

Á unga aldri lærði ég nefnilega söguþráðinn í mörgum helstu ritverkum vestrænnar menningar með því að lesa frábæru teiknimyndablöðin Sígildar sögur (Classics Illustrated á ensku): Illjóns- og Ódysseifskviður, Jules Verne, H. G. Wells, Shakespeare, Herman Melville, Alexandre Dumas og margt, margt fleira. Mun aldrei segja skilið við þessar stórkostlegu teiknimyndasögur sem menntuðu mig fyrir aldur fram og kveiktu í ímyndunaraflinu!

classics illustrated sigildar sogur icelandic
Separator