Fá loksins bætur fyrir klúður lögreglu

29.1.2021 kl. 18:25 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég og Jón Bjarki vorum fyrstir til þess að fjalla um þetta mál þegar við störfuðum á DV á sínum tíma, það stórkostlega og eiginlega ótrúlega klúður lögreglu að kunna ekki einu sinni að fjarlægja nöfn fólks úr Word-skjali. Það var bókstaflega settur svartur bakgrunnur á nöfn í skjalinu og síðan exportað yfir í PDF - úps! Gott að nafngreindir hafi fengið bætur, þótt litlar séu. Og vonandi hefur lögreglan lært sína lexíu. Þetta var gríðarlegur skortur á fagmennsku hjá stofnun sem fer með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum.

baetur
Separator