Þjóðarmorð

20.1.2021 kl. 15:36 - Sveinbjörn Þórðarson

Hafa þessir þingmenn í alvörunni ekkert betra við tíma sinn að gera? Eftir því sem ég best veit hefur helfararafneitun ekki beinlínis verið aðkallandi vandamál hér á landi í gegnum tíðina. Og hvað með önnur þjóðarmorð, t.d. það sem NATO-vinir okkar Tyrkir gerðu Armenum? Eða framferði Japana í Nanjing? Nú, eða Rómverjar í Kórinþu á 2. öld f.kr.? Svo er auðvitað úr ýmsu að velja í biblíunni. Söguskoðun bjána verður ekki breytt með refsilöggjöf. Dæs.

Separator