Hvíldu í friði, Gutti

15.1.2021 kl. 04:18 - Sveinbjörn Þórðarson

Jæja, þá er vinur minn Gutti (Guðmundur Ívarsson Andersen) allur. Maðurinn sem gaf mér ótal bækur um hernaðarsögu og seinni heimsstyrjöldina í gegnum tíðina, og átti þátt í að vekja ævilangan áhuga minn á sagnfræði. Þrátt fyrir að lífið hafi leikið hann grátt, verr en flesta, var hann óvenju ljúfur og mildur maður, sýndi iðulega af sér jafnaðargeð og æðruleysi innan um stormasama fjölskyldu. Þrátt fyrir áskoranir af stærðargráðu sem flestir þurfa aldrei að standa frammi fyrir var framlag hans til okkar samfélags gagnlegra, betra en hjá þúsundum samborgara okkar - bankamönnum, millistjórnendum, Excel-körlum - sem bara taka og taka og taka. Gutti gaf frá sér eins og hann gat, eins lengi og hann gat. Góður maður er fallinn í valinn. Enn einn fasti í lífinu er horfinn á brott. Hvíldu í friði, Gutti.

PS: Það var einmitt ég sem fékk þetta fræðilega eintak af Mein Kampf í jólagjöf.

gudmundur ivarsson andersen
Separator