Eitt af því sem gerir mig spenntan fyrir sjálfkeyrandi bílum er fyrirbærið "hægrisinnaði leigubílstjórinn." Lendi reglulega í þessu þegar ég tek bíl. Þessir karlar (iðulega bitrir eldri karlar) geta oft á tíðum ekki staðist freistinguna að deila reactionary skoðunum sínum á útlendingum, skattheimtu, borgarstjórn, o.m.fl. Þetta þykir mér sérlega þreytandi þegar ég er að borga okur-einokunarprís fyrir farið.
Lenti í einum um árið sem romsaði yfir mér um hversu ósanngjarnt það væri að skattpeningar hans færu í skóla og leikskóla. "Ekki á ÉG börn," útskýrði hann. "Af hverju ætti ÉG að niðurgreiða menntun og umönnun annarra manna barna?" Ég sagði ekkert. Það er ekki ómaksins virði að taka suma slagi.