Rányrkja

12.11.2019 kl. 21:20 - Sveinbjörn Þórðarson

Þegar frelsaðir bandarískir þrælar voru sendir til Líberíu á 19. öld gerðu þeir strax heimamenn, sem voru jú þeldekkri, að sínum eigin þrælum og komu á laggirnar kerfi keimlíku því sem þeir höfðu þurft að þola vestanhafs, nema með sjálfa sig sem „hvítu“ yfirherrana á plantekrunum.

Við Íslendingar máttum þola gerræði og rányrkju annarra þjóða á okkar fiskimiðum svo öldum skipti en nú, þegar við erum rík og þróuð og komumst upp með það, beitum við aðra sömu fólskunni.

History is an account of the exploitation of man by man, except sometimes it's the other way around.

Separator