Flugvallarblaðið The Economist

5.11.2019 kl. 01:15 - Sveinbjörn Þórðarson

The Economist er flugvallarblaðið mitt. Það er hvort sem er svo hræðilegt að vera á flugvöllum og í flugvélum að ég get alveg eins gert það verra með því að pirra mig á einfaldri og barnalegri heimsmynd The Economist, blaðs sem stendur iðulega þarna í rekkanum á flugvellinum í Lundúnum. Jú, Oxbridge PPE strákar mínir, þetta 0.1% hrap í hagvexti í Gana í ár var einmitt út af því að greyið fólkið hefur ekki opnað markaði sína nægilega fyrir erlendri fjárfestingu...

Separator