Results for 2019-08

Fiction

21.8.2019 kl. 17:19 - Sveinbjörn Þórðarson
fiction
Separator

Moderate Carthaginian solution

20.8.2019 kl. 00:26 - Sveinbjörn Þórðarson

After reviewing a broad range of historical works on the US Civil War (what we Icelanders call "The Slave War"), I'm firmly convinced that it would have been better for everybody living today if the North had pulled a moderate Carthaginian solution at the end of the war: Hanged ALL the top dogs for treason, dispossessed and exiled all major slaveholding landholders, distributed ALL their land to poor whites and former slaves in small portions, and stomped a big, fat, industrialised Northern boot repeatedly on the South's culture and economy.

Separator

Hoppandi ruglað að hækka eftirlaunaaldur

18.8.2019 kl. 16:21 - Sveinbjörn Þórðarson

<nöldur>

Það er nú meira helvítis illska og níðingsskapur að ætla að hækka eftirlaunaaldurinn á Íslandi í 70 ár. Eiginlega bara viðbjóðslegt svindl og mannvonska, ef áformin eru ekki afsprengi tærrar heimsku og fáfræði.

Íslendingar vinna nú þegar mjög langa vinnuviku, yfir mjög langa starfsævi, miðað við nágrannaþjóðir. Atvinnuþátttaka hér á landi, um 80%, er með því allra hæsta sem þekkist í ríkum löndum. Sögulega hefur verið afskaplega lítið atvinnuleysi á Íslandi frá stríðsárunum.

Þá eru Íslendingar enn ung þjóð, miðgildisaldur er 36 ára, og okkur heldur áfram að fjölga þökk sé innflytjendum þótt að fæðingartíðni heimamanna hafi færst rétt niður fyrir "replacement rate" á seinni árum. Aldursdreifing er á mjög góðum stað miðað við flestar ríkar (og fátækar) Evrópuþjóðir (sjá mynd). Við erum meiriháttar matvælaframleiðandi: Veiðar á Íslandsmiðum eru um 1,5% af fiskveiðum heims, og vafalust stærra hlutfall af markaðsvirði þótt mér hafi ekki tekist að finna þær tölur. Hér er líka svo gott sem óendanleg endurnýjanleg orka m.t.t. mannsfjölda. Við erum á mjög góðum stað, mun betri stað en flestöll ríki heims, og stöndum svo sannarlega ekki frammi fyrir neinni kerfislægri lýðfræðikrísu.

iceland population pyramid 2016

Af hverju vilja menn þá hækka eftirlaunaaldurinn? Er pælingin sú að bregðast snemma við lýðfræðilegri þróun hvers afleiðingar verða ekki ljósar fyrr en 2060-2070? Það er ótrúlega skammsýnt og bjánalegt. Heimurinn verður allt öðruvísi eftir fimmtíu ár, og með sjálfvirkni- og tæknivæðingu mun vinnumarkaðurinn líta allt öðruvísi út.

Nú um árið var menntaskólinn styttur til þess að koma ungu fólki fyrr út á vinnumarkaðinn [!] (e.t.v. í öll þessi sexí, vel launuðu túristadjobb?). Nú stendur til að lengja starfsævina. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Við ættum að gera hið gagnstæða: lengja námstíma til að búa okkur undir hátæknihagkerfið sem koma skal, og stytta starfsævi og vinnutíma í takt við aukna sjálvirknivæðingu.

Maður getur ekki annað en dæst yfir bjánunum sem fara með völdin í þessu landi. Virðast ekkert vita um umheiminn, og hugsa í mesta lagi eitt skref fram í tímann, ef þeir eru þá yfirhöfuð færir um að hugsa um annað en rassgatið á sjálfum sér.

</nöldur>

Separator

The wheel, New York, wars and so on...

8.8.2019 kl. 12:40 - Sveinbjörn Þórðarson
“For instance, on the planet Earth, man had always assumed that he was more intelligent than dolphins because he had achieved so much—the wheel, New York, wars and so on—whilst all the dolphins had ever done was muck about in the water having a good time. But conversely, the dolphins had always believed that they were far more intelligent than man—for precisely the same reasons.”
Separator