Rúðustrikaða fólkið

10.5.2019 kl. 14:08 - Sveinbjörn Þórðarson

Ótrúlega mikið af valdamesta fólki heims er haldið þeirri blindu rasjónalísku trú að allan heiminn sé hægt að sjóða niður í nokkur einföld líkön. Fáránlegt. Eins konar hugarfarsleg mengun okkar tíma.

Dæmi: Þetta frjálshyggjulið, iðulega með allt milli himins og jarðar alveg 100% á hreinu. Nokkur einföld fyrstu prinsíp og síðan má bara leiða af þeim svarið við öllum mögulegum siðferðislegum spurningum! Þetta er náttúrulega bara barnalegt.

Varla undra að frjálshyggjufólkið eigi það til að vera hagfræði-lögfræði-verkfræðimenntað. Það hugsar um flókna heiminn í kringum sig í litlum rúðustrikuðum kössum. Excel-fólkið. Þannig er vinnan þeirra, eftir allt saman. Þannig er hugarfarið.

Ef það er eitthvað sem mælir með húmanískri menntun...

Separator