The Rise and Fall of the Third Reich

5.8.2018 kl. 22:19 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég las The Rise and Fall of the Third Reich eftir William Shirer fyrst þegar ég var 15 ára gamall að byrja í menntaskóla. Bókin stóð alltaf uppi í hillu í safni pabba frá því að ég var yngri, tætt og marglesin með stórum hakakrossi á hliðinni. Á þessum tíma hafði ég sérlegan áhuga á Þýskalandi nasismans og lét vaða, ákvað loksins að lesa þetta fræga verk. Ef ég man rétt þá tók meira en mánuð að klára allar 1400 blaðsíður, en efni bókarinnar hefur setið í mér alla tíð síðan. Frekar brútal, heilsteypt og vel skrifuð lexía um hatur, heimsku og heilalausa búrókrasíu mannskepnunnar, svona eftir á að hyggja.

Nú, mörgum, mörgum árum seinna, með langa sagnfræðimenntun og fjölmargar aðrar bækur að baki, hlusta ég á þetta verk sem hljóðbók, og það er linnulaust déjà vu í gangi. Ég virðist muna bókina nokkurn veginn kafla fyrir kafla. Ég heyri byrjun á setningu og get oft klárað í huganum áður en hún er lesin. Rosalegt hvernig þetta situr í minninu. Ansi hræddur um að þeir tímar séu liðnir þar sem ég tók bækur svona djúpt inn á mig og varanlega.


rise and fall third reich
Separator