Um þessar mundir er ég að horfa á Ken Burns heimildarþættina um stríðið í Víetnam. Ágætir þættir, svosem, en það fer alltaf í taugarnar á mér hvernig Ameríkanar fjalla um tilgangslausu stríðin sín í fjarlægum löndum. Þeir mæta á svæðið gjörsamlega glórulausir, enda á því að brenna þorp, nauðga konum, drepa börn og gamalmenni, sprengja allt í tætlur og eyðileggja landið varanalega með eiturefnum á borð við sneytt úran og Agent Orange. Síðan framleiða þeir allar þessar sjálfhverfu vælukjóakvikmyndir um hve hrikalega erfitt þetta var fyrir bandarísku hermennina. Greyið þeir, að þurfa að upplifa annað eins!