Orban og Orban

7.7.2018 kl. 16:49 - Sveinbjörn Þórðarson

Annar dagurinn í Búdapest og borgin er þegar komin á listann minn yfir fegurstu borgir Evrópu ásamt Prag, Vín og Edinborg. Gotneska þinghúsið er ein glæsilegasta bygging sem ég hef augum borið.

thinghus budapest lowres

Ætli Viktor Orban og vinir hans í Fidesz sitji þar nú og bruggi ráð um að vega að lýðræði og frjálslyndi hér í landi? Ætli útlendingahatarinn Viktor viti að nafni hans, ungverjinn Orban, smíðaði risafallbyssuna sem sprengdi niður veggi Konstantinopel fyrir Mehmed tyrkjasoldán á 15. öld?

Dardanelles Gun Turkish Bronze 15c

Separator