Það má vel vera, og verður jafnvel að teljast líklegt, að Gylfi hafi meint vel þegar hann fór að starfa fyrir verkalýðshreyfinguna árið 1989, en menn verða svo samdauna kerfinu með tímanum. Þeir hætta hægt og rólega að sjá eða skilja neitt út fyrir sinn litla heim, sérstaklega þegar þeir hafa lengi vanist góðum launum og keyra um á stórum jeppum í úthverfunum.
Fyrir mitt leyti fagna ég að þurfa ekki lengur að hlusta á Gylfa romsa um hófstilltar kröfur og stöðugleika á meðan "bullshit jobs" elítan í landinu skammtar sér stærri og stærri hluta af kökunni. Vinnandi fólk á Íslandi á skilið betri, skilningsríkari, aggressífari málsvara.
Það er nefnilega eins og Nietzsche sagði: Wer mit Ungeheuern kämpft, mag zusehn, dass er nicht dabei zum Ungeheuer wird.