Góður kennari fallin frá

30.11.2024 kl. 20:45 - Sveinbjörn Þórðarson

Mér fannst leiðinlegt að frétta það fyrst núna að Bjarni Gunnarsson, gamli enskukennarinn minn í menntaskóla, hefði fallið frá árið 2021, aðeins 75 ára að aldri. Hann kenndi mér öll árin í MR, og var bæði mikill karakter (lesist: sérvitur og erfiður í skapinu) og góður enskukennari. Ég var áhugasamur nemandi og las m.a. Dylan Thomas, William Blake, Shakespeare, æviminningar Churchills o.m.fl. undir hans leiðsögn. Það var sennilega fyrir hans tilstilli að ég hlaut enskuverðlaunin þegar ég útskrifaðist. Svo skrifaði hann mjög falleg ummælabréf um mig þegar ég sótti um í háskólum í Bretlandi á sínum tíma. Vonandi hefði hann verið stoltur af sínum fyrrum nemanda, að hafa smíðað orðabókina ensk.is. Góðir kennarar eru mikilvægir samfélaginu.

bjarni gunnarsson obituary
Separator