Mér fannst leiðinlegt að frétta það fyrst núna að Bjarni Gunnarsson, gamli enskukennarinn minn í menntaskóla, hefði fallið frá árið 2021, aðeins 75 ára að aldri. Hann kenndi mér öll árin í MR, og var bæði mikill karakter (lesist: sérvitur og erfiður í skapinu) og góður enskukennari. Ég var áhugasamur nemandi og las m.a. Dylan Thomas, William Blake, Shakespeare, æviminningar Churchills o.m.fl. undir hans leiðsögn. Það var sennilega fyrir hans tilstilli að ég hlaut enskuverðlaunin þegar ég útskrifaðist. Svo skrifaði hann mjög falleg ummælabréf um mig þegar ég sótti um í háskólum í Bretlandi á sínum tíma. Vonandi hefði hann verið stoltur af sínum fyrrum nemanda, að hafa smíðað orðabókina ensk.is. Góðir kennarar eru mikilvægir samfélaginu.
Kurt von Hammerstein nailed it:
There are clever, hardworking, stupid, and lazy officers. Usually two characteristics are combined. Some are clever and hardworking; their place is the General Staff. The next ones are stupid and lazy; they make up 90 percent of every army and are suited to routine duties. Anyone who is both clever and lazy is qualified for the highest leadership duties, because he possesses the mental clarity and strength of nerve necessary for difficult decisions. One must beware of anyone who is both stupid and hardworking; he must not be entrusted with any responsibility because he will always only cause damage.
Við hjá Miðeind erum sérlega stolt að kynna til sögunnar glænýja opna samheitaorðabók fyrir íslensku. Hún var unnin að mestu sjálfvirkt upp úr opnum gögnum með aðstoð gervigreindar og geymir yfir 30 þúsund uppflettiorð. Aðgengileg á vefnum samheiti.is.