Results for 2024-01

Fritzl og kattaumsjón

17.1.2024 kl. 23:31 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég er að halda forvitnu og ævintýrasömu læðunni Fríðu innan dyra þar til ég fæ GPS á ólina hennar og ven hana almennilega á hverfið. Henni finnst *ekki* gaman að vera lokuð inni allan daginn og kvartar sáran undan prísundinni. Hefur þegar horfið á brott tvisvar með því að smeygja sér út, og skilast síðan í gegnum samfélagsmiðla. Rétt í þessu var ég að reyna að hugga hana (og, satt að segja, mestmegnis sjálfan mig) með því að útskýra af hverju ég þyrfti að halda henni inni, og ég hljómaði alveg eins og einhver Fritzl-týpa, eftir á að hyggja:

"Það er hættulegt úti fyrir þig eins og stendur."
"Þú ert örugg og hlý hérna, og færð nóg að borða."
"Ég vil að þú sért örugg, þess vegna held ég þér svona inni."
"Ertu ekki ánægð að það sé passað vel upp á þig?"
"Hver gætir þess að þú komist ekki í ógöngur?"
"Þú færð frelsi þegar ég get fylgst með öllum þínum ferðum í símanum mínum."

Úff, hún starir bara á mig pirruð. Hver ert þú að loka MIG inni? Þessi leikur er alveg fáránlega erfiður.

frida pirrud
Separator

What a great scene

15.1.2024 kl. 20:48 - Sveinbjörn Þórðarson

Smiley meets Karla in India in the wonderful 1979 adaptation of Tinker, Tailor, Soldier, Spy. Such a great scene, featuring, as it does, these two titans of Anglo cinema.

Separator