Results for 2022-11

Dixieland Blues in the 21st Century

30.11.2022 kl. 22:30 - Sveinbjörn Þórðarson

This is absolutely phenomenal music.

Separator

Kettir og kapítalismi

15.11.2022 kl. 22:42 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég er með tvo nágrannaketti sem koma reglulega í heimsókn. Annar er stór og sjálfumglaður svartur norskur skógarköttur og hinn er lítil, frek og ákveðin þrílita læða. Þau skjótast inn til mín, stundum sitt í hvoru lagi, en stundum saman, og þegar það gerist hef ég orðið var við eitt: Litla læðan stekkur iðulega upp á borð þar sem ég set matinn í krúsir og byrjar strax að háma í sig. En um leið og ég færi stóra svarta kettinum sína skál þá stekkur hún niður á gólf og situr um hann eins og hrægammur í von um að hann skilji e-ð eftir. Hún skilur að hún gæti komist í hans skál en að hann sé ólíklegur til að komast í hennar skál uppi á borði, klárlega að hugsa mjög strategískt um hvernig hún getur hámarkað matinn sem *hún* og *aðeins hún* fær. Minnir mig pinku á okkar sálarlausa kapítalistasamfélag, já, og svo bara mannkynið í heild sinni.

Separator