Results for 2021-04

Alley Cat

6.4.2021 kl. 22:08 - Sveinbjörn Þórðarson

Einn af fyrstu tölvuleikjum sem ég man eftir að hafa spilað í barnæsku var Alley Cat, um sirka miðjan 9. áratuginn, á gríðarlega frumstæðu IBM PC vél pabba míns sem þótti þá hin glæsilegasta maskína. Enn til dagsins í dag er inngangsstefið greypt í huga minn. Lengi langað til að endurgera hann einhvern veginn, enda hugmyndin um tölvuleik þar sem maður stýrir ketti úti í hverfinu að forðast hættur, læðast inn um glugga hjá fólki, klifra á ruslatunnum og grindverkum o.s.fv. ekkert annað en stórkostleg!

alley cat
Separator