Results for 2020-11

Electron er drasl

25.11.2020 kl. 04:50 - Sveinbjörn Þórðarson

Mér finnst gjörsamlega ótrúlegt að það sé árið 2020 - ég vinn á átta kjarna fjölgígariða tölvu - og risastórt stórfyrirtæki (Facebook), með ótal forritara, ótal auðlindir, gefur út desktop hugbúnað (Messenger) fyrir macOS þar sem ég slæ inn texta hraðar en hugbúnaðurinn ræður við. Tilfinnanlegt lagg. Dæs.

IRC forritið mitt á 33 Mhz tölvu árið 1994 lét ekki svona, var hraðara í viðbragði og betra. Sama gildir um öll hin spjallforitin sem voru vinsæl á fyrsta áratug aldarinnar.

Skoðaði aðeins Messenger.app forritið og var ekki lengi að finna sökudólginn. Auðvitað Electron, sú ömurlega hugmynd að smíða hugbúnað ofan á hægu, akfeitu Chromium vefmaskínuna og láta eins og það sé boðlegt. Ég sver það, vefforritun hefur eyðilagt alvöru hugbúnaðarsmíði. Við erum með hraðari og betri tölvur en nokkru sinni fyrr, en hugbúnaðurinn keyrir samt hægar. Hörmuleg þróun. Þetta fólk hjá Feisbúkk ætti að skammast sín. Svona gera fagmenn ekki.

Separator