Life has become a great deal more frustrating since I started taking online privacy seriously.
I now run a network filter which intercepts all unknown connections and lets me approve them on a rule-based basis. I generally block all attempts by all software (including the OS) to phone home, making only exceptions when network connectivity is absolutely essential for the program to function. It is then approved on a per-session, per-server basis.
All my traffic typically goes through a VPN.
I use two browsers. One is my "clean" browser", with cookies disabled (except when explicitly allowed) and a number of blockers for ads and embedded social media crap. The other one is my dirty browser, Chrome. I assume that everything I do in this browser is being tracked, logged, analysed and stored. Mostly used for Facebook and Messenger.
Living like this takes time, knowledge, enormous patience and a lot of logging in. No wonder most people can't be bothered. But remember, it's not paranoia if they're really out to get you. And they are.
Þegar ég bjó í Bretlandi 2010 fékk þáverandi kærasta mín, sem var af bandarísku-tjílesku bergi brotin, starf á samlokustað í Edinborg. Hún var rekin eftir rúman mánuð og vinnuveitandinn neitaði að greiða henni launin sem hún átti inni.
Ég varð alveg fokillur og gerði allt sem ég gat til að hjálpa henni að leita réttar síns í breska kerfinu. Hún var auðvitað ekki í verkalýðsfélagi frekar en annað láglaunafólk þar í landi. Engin opinber aðstoð virtist vera í boði.
Eftir tvo mánuði af gríðarlegu basli við kerfið, óteljandi eyðublöð og símhringingar, var mál hennar loksins tekið til meðferðar hjá einhverju „arbitration tribunal“ og henni sagt að mæta fyrir dómara eftir þrjá mánuði. Við mættum í eitthvað möppudýrahúsnæði þremur mánuðum síðar með helling af gögnum í farteskinu - tölvupóstssamskipti, vaktatöflur, staðfest bankaskjöl osfv. - sem sýndu tvímælalaust að henni hafði ekki verið greitt þessi rúmlega þúsund pund [!].
Dómarinn kvað snarlega upp dóm í málinu: Samlokustaðurinn hefði klúðrað formsatriðum í pappírsvinnunni og þ.a.l. ynnum við sjálfkrafa málið. Þeim var gert að greiða henni öll þau laun sem hún átti inni. Sigur! Ég furðaði mig reyndar á að það væri engin sekt við svona svindli og þjófnaði en við fórum á brott sigri hrósandi, duttum í það til þess að fagna, hlógum að fýlusvipnum á fyrrum yfirmanni hennar í réttarsalnum.
Þremur vikum síðar barst bréf í pósti þar sem okkur var tjáð að dómarinn hefði gert einhver obskúr lagatæknileg mistök í málinu sem ógilti dóminn. Dæmt yrði aftur eftir þrjá mánuði. En við vorum þá bæði á leið úr landi. Hún fékk aldrei launin greidd.
Mikið er þetta viðbjóðslegt samfélag, hugsaði ég með mér. Hreint út sagt ógeðslegt. Vinnandi fólk með engin réttindi. Engin refsing fyrir að svindla svona grímulaust á starfsfólki. Málið hefði ekki einu sinni komist svona langt í kerfinu hefðum við ekki bæði verið enskumælandi og ég nokkuð naskur í að eiga við breskt skrifræði eftir langa og bugandi fyrri reynslu.
Svona myndi nú aldrei gerast á Íslandi! útskýrði ég öskureiður. Heima erum við með verkalýðsfélög og opinberar stofnanir sem tryggja að það sé ekki níðst á vinnandi fólki. Djöfull er Bretland sjúkt og dysfúnksjónal Thatcherískt kapítalistahelvíti, tautaði ég og bölvaði.
Mikið var maður naífur þá. Við erum auðvitað lítið skárri. Norrænt velferðarríki my ass.
En þetta meikar svosem alveg sens. Sjálfstæðismenn hafa lengi haft þann blauta draum að breyta Íslandi í einhvers konar klón af nýfrjálshyggju-Bretlandi Thatchers, þar sem fólkið með peningana kemst upp með allt og vinnandi stéttirnar geta bara fokkað sér og étið skít. Og tekist bara nokkuð vel til ef eitthvað er að marka þennan sláandi Kveik þátt.