Alltaf jafn klassí

21.12.2017 kl. 17:05 - Sveinbjörn Þórðarson

Það er allavega eitt sem hægt er að segja um sjallana: Þeir eru vissulega siðspilltir sjálftökumenn en þeir gangast svona nokkurn veginn við því. Vilja bara græða á daginn og grilla á kvöldin, fá að kúka yfir litla fólkið og lúserana og líða vel með sjálfa sig í háum og rúmgóðum jeppum. Þeir hafa fundið einhvers konar hálf-lógískt samlífi með sínum mannlegu brestum.

En þannig er málum ekki háttað hjá prestastéttinni. Þar er hræsnin svo yfirgengileg og ristir svo djúpt að manni blöskrar. Nýjasta birtingarmyndin er væl biskups um lágar tekjur þrátt fyrir að vera á miklu betri launum en yfirgnæfandi meirihluti landsmanna. Fær síðan margra milljóna króna eingreiðslu fyrir jólin og neitar í kjölfarið að svara spurningum um málið. Vissulega er hún ekki ein um svona hegðun, en aðrir setja sig a.m.k. ekki á háan hest og þykjast siðapostular Jesú krists.

Separator