IS-EN Translation Sample

The short story "Vorhænan" by Guðbergur Bergsson, translated into English from the original Icelandic by Sveinbjorn Thordarson.

Original Icelandic text English translation

Vorhænan

Í salta og raka drunganum á Santa Apoloniastöðinni kom austurlenskur maður, Japani eða Kínverji, inn í óhrjálegu næturlestina frá Lissabon til Madrid. Hann virtist ekki vera á neinum ákveðnum aldri eins og Austurlandabúar eru oftast í augum Vesturlandabúa ef þeir eru einhvers staðar á milli æsku og elli. Okkur er næstum engin leið að greina hvort þeir eru rúmlega tvítugir eða um fertugt og allt í fari þeirra er dularfullt og framandi. Maðurinn var óvenju þungbúinn á svipinn af Kínverja eða Japana að vera. Hann brosti aðeins dauflega og líkt og inn í sig en brosið breikkaði og beindist stöðugt meira að ferðafélögunum eftir því sem hriktandi lestin nálgaðist mörk Portúgals og Spánar. Loksins skælbrosti hann að austurlenskum sið þegar hún stansaði á landamærastöðinni. Ekki leið á löngu þangað til spænsku tollverðirnir ruddust inn með hurðaskellum, háværir menn með hvellan róm, myndugir og fyrirferðamiklir. Það fór ekki á milli mála að þeir voru heima hjá sér en ekki að sama skapi nákvæmir eða þeir nenntu ekki að sinna starfi sínu vandlega um hánótt. Kannski bjuggust þeir ekki við neinu óvæntu vanir deyfðinni og löglega smyglinu sem einræðið hafði komið á og fært á hendur úrvalinna báðum megin landamæranna. Verðir laganna voru fáir en lestin virtist hafa fyllst af gjallandi dólgum, gangarnir bergmáluðu af barsmíðum á dyr og köllum:

Lögreglan, tollverðir, vegabréf!

Tollvörðurinn virtist fylla klefann þótt hann næmi staðar í dyrunum, fyrirferðin á honum var svo mikil og réttur hans til að hrella. Hann innti alla eftir tollbærum varningi. Enginn kvaðst vera með neinn. Þá snaraðist hann út eins og öllu væri lokið, hann hefði gegnt skyldu sinni, en kom samkvæmt reglunni skyndilega aftur með auknum látum og heimtaði að fá að líta í töskurnar. Í þetta sinn ruddist hann út á mitt gólf. Farþegarnir drifu sig umsvifalaust fram úr fletunum og drösluðu töskunum úr hillunum, lögðu þær við fætur hans og opnuðu en hann hafði þá misst áhugann og sparkaði í þær eins og honum væri jafn annt um að þeim yrði lokað og hann heimtaði áður að fá að skoða þær.

Austurlandabúinn var sá eini sem hreyfði sig ekki. Hann virtist ekki skilja hvað um væri að vera og brosti.

Hvað með þig? spurði tollvörðuinn hranalega og beindi óskiptri athygli að manninum.

Farþegarnir skriðu í kojurnar og reyndu að láta eins og ekkert væri. Þeim kom þetta ekkert við. Austurlandabúinn hreyfði sig ekki.

En þú? endurtók tollvörðurinn, stutt og hvasst, og gaf í skyn með snöggri handarhreyfingu að hann ætti að sýna honum farangur sinn.

Maðurinn hafði meðferðist aðeins tvær svartar fremur litlar töskur. Önnur var hærri og minnti á venjulega innkaupatösku. Þetta var léttur farangur fyrir mann sem virtist koma úr fjarlægu heimshorni. Tollvörðuinn varð óþolinmóður yfir seinlætinu. Hann þekkti töskur hinna og gat sér til um hvaða töskur maðurinn ætti.

Átt þú ekki þessar? spurði hann og benti á þær.

Fyrst maðurinn sýndi engin merki þess að hann ætlaði að opna þreif tollvörðurinn þá hærri, renndi rennilásnum og lítil hæna stökk upp úr henni eins og hatti sjónhverfingamanns. Hún settist þegjandi og virðuleg á öxl Austurlandabúans. Tollvörðurinn varð hvumsa og vissi auðsæilega ekki hvernig hann ætti að bregðast við þessu. Hann horfði álfalegur á manninn sem opnaði munninn og sagði gjallandi rómi með svolitlum erfiðleikum þrjú skiljanleg orð:

Þetta er vorhænan.

Skýringin var óvænt og fáránleg og ekki til að auðvelda málið. Tollvörðurinn, sem hefði getað verið af bændaættum, virti hænuna fyrir sér hugsi, eflaust að brjóta heilann um hvers konar húsdýr vorhænan væri, hvort þannig hænur væru í þorpinu hans og hvað þessi væri að gera í tösku um nótt um hávetur í járnbrautalest. Innan skamms virtist hann hafa fundið skýringu í völundarhúsi heilans. Hann jafnaði sig, ruddist fram í dyrnar og kallaði:

Manolo, Pedro!

Tveir einkennisklæddir lögregluþjónar létu ekki á sér standa. Þetta voru státnir menn, ólmir í að uppgötva smygl og tilbúnir að hremma afbrotamenn. Tollvörðurinn hleypti þeim ekki inn, hann fór sjálfur til þeirra fram á ganginn og lokaði dyrunum á eftir sér. Ákaft orðaskak hófst á milli þeirra. Þeir töluðu svo hátt að það heyrðist inn í klefann að hann sagði hinum að óheimilt væri að flytja lifandi hænur yfir landamærin vega hættu á gin- og klaufaveiki. Þeir mótmæltu ákaft og héldu því fram að sá sjúkdómur gæti ekki borist með hænum og í reglunum fyndust engin ákvæði um hvort hænum mættu vera í fylgd útlendra ferðamanna. Þeir voru auðheyrilega fremur að verja þekkingu sína á reglugerðum en finna skýringu á athæfi útlendingsins sem lét sig þetta engu varða og byrjaði að láta hænuna aftur á sinn stað í töskuna. Allt í einu reif sá sem virtist heita Pedro upp dyrnar. Hann tók á sig rögg, óð að manninum, greip snöggt um hálsinn á hænunni og kippti henni upp úr töskunni.

Þetta er vorhænan, aðvaraði Austurlandabúinn hann skrækróma og næstum ógnandi.

Nú komu hinir á vettvang. Sá sem hélt á hænunni sneri henni snöggt upp í loft. Allir litu undir hana en hún gaggaði ekki heldur lygndi augunum og barði örlítið vængjunum. Þá lentu tollverðirnir aftur í deilum sem virtust jafnframt vera merkingarlaus leikur eins og Spánverja er háttur af því þeir virðast sjá tilgangsleysi en gaman í öllum hlutum.

Þetta er engin vorhæna, sagði Manolo æstur eins og hann væri fróður um árstíðabundnar hænur. Ég sé ekki betur en þetta sé eiturlyfjahæna full af hassolíu.

Pedro snaraði sér út en kom fljótlega aftur, að þessu sinni með hasshundinn sem virtist vera feiminn við hænuna. Tollverðirnir otuðu henni að honum en hann langaði auðsæilega ekki að þefa af henni. Meðan á þessu stóð dró hún hvíta himnu fyrir augun, líkt og syfjaðar hænur gera, og hreyfði höfuðið snöggt og hristi kambinn. Það var engin leið að geta sér til um hvaða tilfinningar bærðust í brjósti hennar. Pedro hvatti hundinn. Hann rak þá trýnið undir stélið til málamynda og þefaði. Við þetta gaf hænan frá sér hljóð, fór einhvern veginn að hósta og hundurinn hóstaði og hnerraði líka, niðurlútur og sneyptur.

Flestum hefði verið lljóst að ekkert hass leyndist í hænunni, viðbrögð hundsins bentu til þess, en verðir laganna ákváðu að gera hana upptæka. Austurlandabúinn stökk á fætur og gaf til kynna með handaslætti að hann afhenti ekki eign sína. Spánverjarnir voru ekki á því að sleppa hænunni. Maðurinn gerði þá eitthvað vísifingri, kannski var þetta sjónhverfing eða fínlegt austurlenskt, sálrænt bragð, en við það vatt hænan til hálsinum og lá samstundist dauð í höndunum á tollverðinum sem kastaði henni næstum með skelfingu og viðbjóði á gólfið.

Svona er vorhænan, sagði Austurlandabúinn hreykinn og kuldalegt bros lék um votar varirnar.

Verðir laganna urðu dálítið hundslegir en Austurlandabúinn endurtók nokkrum sinnum hvellum rómi:

Svona er vorhænan!

Meira að segja hundinum hafði brugðið og hann reyndi að fela sig ýlfrandi milli fóta húsbænda sinna. Þar lagðist hann eins og miður sín yfir að hafa átt sök á dauða hænunnar.

Verðir laganna jöfnuðu sig fljótlega og byrjuðu að þrefa um hver ætti að hirða hræið til að senda það í rannsókn. Það virtist vera fyrir neðan virðingu allra svo einn þeirra tók í gjörðina á hundinum og leiddi hann út; tollskoðun var lokið. Farþegunum varð starsýnt á dauðu hænuna og biðu eftir að eitthvað óvænt gerðist en ekkert bar til tíðinda. Hurðum lestarinnar var skellt og hún lagði aftur af stað með skrykkjum og gný í járnum inn á hásléttuna. Þá vaknaði vorhænan til lífsins og geispaði. Austurlandabúinn brosti. Hann tók hana upp af gólfinu, vafði um hana bréfi og stakk henni örlítið vankaðri í töskuna.

Þetta er vorhænan, endurtók hann nokkrum sinnum mjóróma og þrjóskulega eins og hann héldi að allir efuðust ennþá um það en hefðu átt að gera sér grein fyrir því frá upphafi.

Einhverra hluta vegna hélt farþegi í klefanum að þetta væri í raun og veru söguhænan sem á það til að verpa frjóum gulleggjum og Japönum eða Kínverjum hefði tekist að færa hana í nýjan búning og fjaðraham. Hann var lengi að brjóta heilann um þetta og gat ekki fest blund. Innan skamms voru allir sofnaðir nema hann sem varð andvaka yfir því að enn gerast undur. Hann öfundaði Austurlandabúann af hænunni og hugkvæmninni. Þegar leið á nóttina og lestin saxaði með skrykkjum á leiðina til Madrid lauk sögunni í höfðinu við það að hann fann kuldann og nístandi tæra loftið á hásléttunni. Gluggarnir voru lokaðir en þrátt fyrir það smeygði sér inn um þá angan af spænskri sveit sem er léttur ilmur af brunnum viði.

The Spring Chicken

In the damp and salty gloom of Santa Apolonia station, an Oriental man of Japanese or Chinese origin stepped into the rickety night-train from Lisbon to Madrid. He seemed to be of no particular age, as Orientals often appear to Westerners when they are between the extremities of youth and old age. We have almost no way of determining whether they are in their early twenties or about forty, and everything about them appears to us mysterious and exotic. The man's expression was strangely sullen for a Chinese or Japanese. He smiled only weakly, in an introverted way, but as the creaking train drew closer to the Spanish-Portuguese border, his smile steadily widened and was directed more frequently toward his fellow travellers. He beamed at last in the Oriental fashion when the train stopped on the border checkpoint. Before long, the Spanish customs officials barged in, slamming doors behind them. They were cumbersome, authoritative men with loud, shrill voices. They made it abundantly clear that they were on home ground, but they were not thorough men – or maybe they could not be bothered to conduct their business with diligence in the middle of the night. Perhaps they did not expect anything unusual, accustomed as they were to indolence, and the legalized smuggling instituted by the two dictatorships, placed in the hands of a select few on both sides of the border. Only a handful of lawmen were on board, but the train seemed suddenly to have filled with ruffians. The corridors carried the echoes of slamming doors and shouting:

“Police, customs, passports!”

Although he remained standing in the doorway, the customs official seemed to fill the entire cabin, so intimidating was his bulk and authority. He questioned them all about dutiable items, but everyone claimed they had nothing to declare. He then stormed out as if the whole thing was over, having done his duty, only to suddenly return, as is the custom, demanding to inspect the bags. This time he barged into the compartment. Without further ado, the passengers got up from their seats and dragged the bags from the overhead compartments, opened them and placed them at his feet. Once the bags were open, he lost all interest in them, and kicked them casually, as though he were now as eager to see them closed as he had been to inspect them.

The Oriental was the only one who did not move. He smiled and did not seem to understand what was going on.

“What about you?” the customs official asked brusquely and directed his full attention to him.

The passengers crawled into their bunks and tried to act nonchalantly. This was none of their business. The Oriental did not move.

“And you?” the customs official repeated sharply, indicating with a quick wave of the hand that he should show him his luggage.

The man had only brought along two smallish bags. One of them was bigger than the other, and looked a bit like a shopping bag. It wasn’t much luggage for a man who seemed to come from a remote corner of the world. The customs official became impatient at the tardiness. He already knew which bags belonged to the other passengers, and guessed which ones belonged to the Oriental.

“These are yours, aren’t they?” he asked, and pointed to them.

Since the man did not look as though he was about to open them, the customs official grabbed the larger bag and pulled open the zipper. As if by magic, a small chicken sprang from the bag and silently seated itself on the Oriental’s shoulder. The customs official was dumbfounded and clearly had no idea how to respond. He stared impishly at the man, who opened his mouth and with difficulty uttered five comprehensible words:

“This is the spring chicken.”

This explanation was as ridiculous as it was unexpected, and it did not make things easier at all. The customs official, who might well have been of peasant stock, observed the chicken thoughtfully, undoubtedly trying to figure out what kind of animals spring chickens were, whether such animals were to be found in his home village, and what this particular specimen was doing in a bag aboard a train in the height of winter. Once he got over this, he strutted to the doorway and shouted:

“Manolo, Pedro!”

Two police officers in uniform immediately showed up. They were enthusiastic men, anxious to uncover any smuggling, and ready to apprehend any criminals they came across. The customs official did not let them into the compartment. Instead he joined them in the corridor and shut the door behind him. A sharp exchange of words ensued. So loudly did they speak that everyone in the compartment could hear him tell the others that it was illegal to transport living chickens over the border, due to the risk of foot and mouth disease. The officers protested in earnest, maintaining that this disease could not be carried by chickens, and that there were no stipulations in the regulations prohibiting hens from accompanying foreign travellers. They were audibly more keen on demonstrating their knowledge of the regulations than on finding an explanation for the foreigner’s conduct. The Oriental did not concern himself with all this, and started putting the chicken back into the bag. Suddenly the one whose name appeared to be Pedro swung the door open. He pulled himself together, barged toward the man, grabbed the chicken by the neck and pulled it rudely out of the bag.

“This is the spring chicken” the Oriental shrilly warned him in a manner almost threatening.

The others now joined him. The one holding the chicken raised it up into the air, and everyone looked at it. Making no sound, the chicken closed its eyes and flapped its wings a bit. At this, the customs officials started quarrelling again in the meaningless way that is customary amongst Spaniards, for they find aimlessness and amusement in all things [for they see futility, and yet amusement, in all things].

“That is no spring chicken” Manolo said excitedly, acting as if he were knowledgable about seasonal chickens. “Unless I’m very much mistaken, this is a narcotics chicken, full of hashish oil.”

Pedro hurried out of the compartment and quickly returned with a police dog, who did not seem at all keen to interact with the chicken. The customs officials thrust the chicken in its direction, but the dog clearly had no desire to smell it. Meanwhile, the chicken shut its eyes with white membranous lids, as tired chickens are wont to do, and rapidly turned its head, shaking its crest. There was no way of deducing how it felt about all this. Pedro spurred the dog on. As a compromise, it stuck its nose under the chicken’s tail and sniffed. At this the chicken emitted a sound and started coughing somehow, and the dog too began coughing and sneezing, downcast and shamefaced.

Most people would have realized that the chicken did not contain any hashish, given the dog’s reaction, yet the lawmen decided to confiscate it. The Oriental jumped to his feet and indicated with a gesture that he was unwilling to hand over his property, but the Spaniards were not inclined to let the chicken go. The man then did something with his index finger, an illusion perhaps, or some delicate Oriental mind trick, upon which the chicken wound its head and fell dead in the hands of the customs official, who threw it to the ground, alarmed and disgusted.

“Such is the spring chicken” the Oriental proudly said, and smiled coldly with his wet lips.

At this, the lawmen became somewhat sheepish. The Oriental stridently repeated this a few times:

“Such is the spring chicken!”

Even the dog was alarmed, and crawled between its masters’ legs, where it lay down whining, as if distressed by its part in the death of the chicken.

The lawmen soon recovered and started arguing about who should take possession of the carcass for subsequent examination. It seemed beneath the dignity of them all, and so one of them grabbed the dog by the collar and led it out – the customs search was over. The passengers stared with anticipation at the dead chicken, but nothing happened. The tram doors were slammed shut and the train set off over the plateau with a grinding roar. At this, the spring chicken awoke from the dead and yawned. The Oriental smiled. He picked the somewhat confused chicken up from the floor, enfolded it in paper and stuck it back into the bag.

“This is the spring chicken!” he repeated several times over in a thin, stubborn tone of voice, as though everyone still doubted this, when they should have realised it from the very beginning.

For some reason, one of the passengers in the compartment believed this to be the historical chicken that laid fertile golden eggs, and that the Japanese or the Chinese had managed to cast it in a new feather-clad form. He thought long and hard about this, and could not sleep. Before long, everyone else was asleep, and only he remained awake, contemplating the fact that miracles still take place. He envied the Oriental for his chicken and for his ingenuity. As the night passed, and the train jerkingly worked its way toward Madrid, the story reached its conclusion. He could feel the cold, and breathed in the piercing fresh air of the plateau. Although the windows were closed, the fragrance of the Spanish countryside slipped into the compartment – a faint scent of burnt wood.