Dönsk-íslensk orðabók frá 1851

Icelandic Verðmætasti gripurinn í bókasafni mínu er að öllum líkindum dönsk-íslensk orðabók eftir Konráð Gíslason fjölnismann. Bókin var prentuð í Kaupmannahöfn 1851 af Bianco Luno, hirðprentara, og þótti mikið afrek á sínum tíma. Hún er í nokkuð góðu ástandi -- engar síður vantar -- en kápan er þó nokkuð slitin.

Það er ekki alveg ljóst hvernig þessi bók endaði uppi í móðurætt minni, en þaðan fékk ég hana. Að öllum líkindum hefur hún verið keypt af einhverjum forföður mínum og gengið frá manni til manns síðan.

Þjóðarbókhlaðan á þrjú eintök af þessari bók -- ég hef skoðað eintökin, og þau virðast flest vera í svipuðu, ef ekki betra, ástandi en eintakið mitt. Það er hægt að skoða ljósmyndir af mínu eintaki hér að neðan. Smellið á smámyndirnar til að fá ljósmynd í hærri upplausn.

English This is book is probably only of interest to those familiar with Icelandic history. It is a Danish-Icelandic dictionary dating back to the mid-19th century, its author a vigorous defender of the Icelandic tongue

DSC02125.JPG
Klæðning
DSC02135.JPG
Fyrsta opna
DSC02137.JPG
Forsíðan
DSC02138.JPG
Höfundur
DSC02140.JPG
Ártal
DSC02147.JPG
Formáli
DSC02148.JPG
Skammstafanir og tilvísanir
DSC02151.JPG
Anstending-Arbeitstid
DSC02154.JPG
Síðasta opnan
DSC02156.JPG
Standandi
DSC02157.JPG
Framhlið kiljunnar