Bjóðumst til þess að taka við handritunum

18.7.2018 kl. 16:36 - Sveinbjörn Þórðarson

Nú þegar KPMG-PricewaterhouseCoopers töflureikniliðið hefur í allri sinni óþrjótandi visku ályktað að best sé að leggja niður fornnorræn tungumál og fræði við Kaupmannahafnarháskóla, hví stökkvum við Íslendingar ekki á tækifærið? Bjóðumst til þess að taka við Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling í heild sinni, reddum Excel-bókhaldinu hjá gamla nýlenduveldinu.

Annað hvort verður þetta svo niðurlægjandi fyrir okkar fyrrum lénsherra að þeir hugsa sinn gang, eða Ísland fær allar þessar gersemar í hendurnar og verður langbesta setur fornnorrænna fræða um ókomna tíð. Win-win!

Separator