Allt passíft í íslenskri fréttamennsku

12.1.2018 kl. 22:19 - Sveinbjörn Þórðarson

Vel skrifaðar fréttar segja lesendum hver gerði hvað, hvernig, hvar og hvers vegna.

Þessi skynsömu prinsíp virðast því miður ekki vera í hávegum höfð hjá íslenskum fréttamönnum. Í íslenskum fréttum er t.d. oft ekki skýrt hver gerandinn er. Heilu fréttirnar eru jafnvel skrifaðar í passive mode. Tökum sem dæmi eftirfarandi setningu úr nýlegri frétt á RÚV:

Greint hefur verið frá því að til standi að endurskoða innheimtu veiðigjalda.

Hver greindi frá því? Hvenær stendur það til? Hvers eðlis er endurskoðunin? Af hverju er verið að gera þetta? Hver ber ábyrgð?

Það er allt saman óljóst. Það eina sem lesandinn lærir er að eitthvað standi til, og að einhver (hver?) hafi greint frá því. Skelfilega slappur fréttamannastíll.

Separator