Rónar, þekkið ykkar fólk!

22.6.2017 kl. 18:52 - Sveinbjörn Þórðarson

„Gúdd ívening, sör! Kudd jú sper a sigarett?“ spurði róninn mig efst á Laugaveginum.

Hvað fékk hann til þess að halda að ég, af öllum mönnum, væri túristi? Varla voru það subbulegu flauelsbuxurnar, eða notaði leðurjakkinn, eða laskaði gamli bakpokinn á hægri öxl. Og það var svo sannarlega ekki tanið.

Í hefndarskyni hristi ég höfuðið og gaf honum ekki sígó. Rónar, know yer people!

Separator