10.6.2016 kl. 12:28

25. maí

Engin frétt undanfarið ár hefur snert hjarta mitt eins og sagan af kolkrabbanum Inky, sem opnaði búrið sitt á sædýrasafninu í Nýja-Sjálandi, skreið yfir gólfið, tróð sér í gegnum þröngt niðurfall og þaðan út í Kyrrahafið.

Ég tengi við Inky og leiðinlega líf hans í fiskabúrinu.

Ég dáist að lævísum flótta hans og frelsisást. Mig langar til þess að gera eins og Inky. Kannski geri ég það einn daginn.