Ég var að uppgötva hreint út sagt magnaðan bandarískan þátt um Ísland frá 6. áratuginum, NATO áróðursmynd úr seríunni The Atlantic Community, sem fjallar um þjóðmenningu NATO ríkjanna.

Þetta sextán mínútna myndband er troðfullt af gullmolum, m.a. senu þar sem lýsi er hellt úr könnu ofan í ginið á skólabörnum. Mikið er gert úr því hvernig landsmenn beisla náttúruorkuna, og hversu vel er hlúið að börnum. Áhorfandi mætti svo sannarlega álykta að Ísland væri eins konar ídyllísk communitarian paradís.

Landinu er í lokin lýst á eftirfarandi hátt (!!!): ‎"This island country is a monument to the moral courage of free men! In their determination and in their faith, they have created a prosperous and a just society upon one of the most unpromising lands on earth!"

1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 21.8.2012 kl. 12:44
Eiki

Nú halda útlendingar aftur á móti að allir bankamenn og stjórnmálamenn hafi verið fangelsaðir og að komin sé ný stjórnarskrá sem var skrifuð á internet-póstlista af almenningi. Já, og að allir séu handboltamenn innst í hjarta.