21.7.2012 kl. 14:06

Fyrir mörgum árum las ég grein (held að hún hafi verið í The New Yorker) sem fjallaði um einn elsta þálifandi mann í heiminum, en hann var þá u.þ.b. 112 ára gamall. Mig minnir að hann hafi verið geitahirðir ættaður úr kákasusfjöllum. Hann nærðist nær eingöngu á kartöflum steiktum upp úr dýrafeiti.

Spurður af hverju hann teldi sig hafa lifað svona lengi, sagðist hann hafa haldið sig algjörlega frá stjórnmálum, og aldrei hafa haft neitt við konur að gera.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 22.7.2012 kl. 00:05
Eiki

Minnir soldið á steininn sem Lisa sagði Hómer að héldi tígrísdýrum í skefjum. (Lisa, I want to buy your rock...)