3.7.2012 kl. 19:09

Æ, það er svo sorglegt að sjá pönditana spekúlera um ástæðurnar á bak við hnignun Microsoft síðastliðin ár.

Microsoft er í hnignun út af því að það hefur alla tíð framleitt lélegar vörur sem voru lítið annað en óvandaðar eftirhermur af sköpunarverkum annara. Þetta er eitthvað sem flestir í tölvubransanum hafa vitað í áratugi, en þetta eru nýju fötin keisarans fyrir tækni- og viðskiptapönditanna, sem elskuðu fyrirtækið þegar það skilaði methagnaði ár eftir ár.

Nú, með breyttu vélbúnaðarlandslagi, þegar einokunarstaða Microsoft er hætt að skipta jafn miklu máli og áður, þá fyrst sjá allir að þeir eru algjörlega ófærir um að smíða fyrsta flokks hugbúnað. En þeir hafa aldrei getað það, og — mark my words — munu aldrei geta það.