29.6.2012 kl. 10:21

Ég geri ráð fyrir að flestir lesendur mínir þekki og hafi séð BBC heimildamyndirnar hans Adams Curtis. Ef ekki, þá mæli ég sérstaklega með The Mayfair Set, sem fjallar um hnignun Bretlands í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, og upplausn keynesísku sósíaldemókrasíunnar þar í landi á 8da og 9da áratugnum. Hef verið að horfa aftur á þessa þætti, og þeir eru virkilega fyrsta flokks fræðsluefni. BBC er stórkostleg menningarstofnun í annars ömurlegu landi. Ég er satt að segja hissa að hún hafi ekki verið einkavædd og eyðilögð fyrir löngu síðan, líkt og aðrar stofnanir Bretlands.

The Mayfair Set (á YouTube)