Richard Dawkins ræðst hart á nýjustu bók félagslíffræðingsins fræga, E.O. Wilson. Þarna er að finna mjög áhugaverða umfjöllun um "group selection" vs. "kin selection". Það er gamalt -- en áhugavert -- deilumál í þróunarlíffræði hvort einhvers konar náttúruúrval eigi sér stað á hópastiginu, jafnt sem einstaka genastiginu.