27.6.2012 kl. 13:51

Þýskir dómstólar hafa nú ákveðið að banna umskurð drengja af trúarlegum ástæðum.

Þetta er hið besta mál. Mér hefur alltaf þótt umskurður af allri gerð siðferðislega rangur og viðbjóðslegur, sérstaklega þegar um lítil börn er að ræða. Hvernig getur siðmenntuðu fólki látið sér detta það í hug að það sé góð hugmynd að beita hníf á kynfæri lítilla, varnarlausra barna að þeim óspurðum? Umskurður er ekkert annað en villimennska og afsprengi fáfræðis, og því fyrr sem það er alls staðar bannað með lögum, því betra.

Í Bandaríkjunum, þar sem meira og minna allir — ekki bara gyðingar — eru umskornir, hafa viðbrögðin verið fyrirsjáanlega hysterísk. Eftirfarandi meme hefur gengið um netið í framhaldi af því.