26.6.2012 kl. 09:38

Eins og stendur er ég í heimsókn hjá mömmu minni í Bretlandi. Ég eyði stórum hluta af dögum mínum heima hjá henni hangandi í tölvunni.

U.þ.b. einu sinni til tvisvar á dag hringir heimasíminn hérna. Þegar ég fer niður og svara þá er það alltaf það sama: ég tek upp tólið, og eitthvað vélmenni byrjar að kynna mig fyrir tilboðum einkafyrirtækja hér í landi. Þetta er s.s. sjálfvirkt forrit sem kerfisbundið hringir í heimasíma fólks og les upp auglýsingar.

M.ö.o. þá er þetta spam, nema í gegnum síma. Ruslskeyti hverfur með því að slá á einn hnapp, en að svara í símann felur í sér vesen og fyrirhöfn, raunverulega truflun á degi manns. Svona sjálfvirkar hringingar eru sennilega ólöglegar alls staðar í heiminum nema í þessu skítalandi, þar sem einkafyrirtæki öllu ráða og komast upp með allt, á meðan stjórnmálaelítan hækkar launin sín, sker á félagsþjónusturnar, sendir börnin sín í einkaskóla og á einkasjúkrahús, og selur sérstök fríðindi ríkisvaldsins hæstbjóðanda.

Bretland er átakanlega mislukkað og ömurlegt samfélag. Allt er krömmí, niðurnítt, gamaldags, óskilvirkt, óhreint, spillt og illa rekið. Réttindi vinnandi fólks eru engin, misskipting er mikil, skattar eru háir, launin lág, félagsþjónusturnar lélegar (ef þær eru á annað borð til staðar), stéttaskiptingin ógurleg, vinnusiðferði, heiðarleiki og dugnaður óþekkt fyrirbæri, íhaldssemi, fáfræði, offita, vanhæfni, leti og heimska landlæg, lífsgæði með þeim verstu í OECD. Ofan á þetta er veðrið ömurlegt, PirateBay blokkað, fullt af absúrd "hryðjuverkalögum", eftirlitsmyndavélar alls staðar og fólk framselt til Bandaríkjanna hægri og vinstri fyrir smáglæpi. Ég mun aldrei búa hérna aftur. Aldrei.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 26.6.2012 kl. 11:21
Eiki

Ég man ekki betur en að hafa svarað svona vélmennum í Ameríku.

(Þar var líka eiginlegt að komast undan analog ruslpósti, hvorki pósturinn né fyrirtækin gáfu minnsta séns á að losna við hann. Fyrirtækin voru fullkomlega hönnuð til að maður slyppi aldrei: "Viltu vita hvar við fengum persónuupplýsingar um þig? Ok, segðu okkur nafn og heimilisfang og kreditkortanúmer og kennitölu og við skulum pottþétt ekki angra þig meira.")

Eiki | 26.6.2012 kl. 11:23
Eiki

"eiginlegt" = "eiginlega ómögulegt"

Sindri | 27.6.2012 kl. 10:56
Sindri

Ertu ekki bara pirraður yfir því að komast ekki á piratebay? :)

En annars þá er þetta framsalsmál, sem þú minnist á, hreint út sagt fáránlegt. Bandaríkin virðast fá allt í gegn.

Sveinbjörn | 27.6.2012 kl. 11:06
Sveinbjörn

Ég stend við allt sem ég skrifaði þarna. Bretland er virkilega ömurlegt land.

Og já, nú mun Assange enda í USA í einhverju pound-me-up-the-ass fangelsi. Þetta er bretum til skammar.

Freyr | 27.6.2012 kl. 17:24
Freyr

Assange verður framseldur til Sviþjóðar fyrir að hafa stundað ´óupplýst kynlíf´. Þaðan er hann hræddur um að verða sendur til USA. Er þetta ekki rétt skilið hjá mér?

Kallinn er nú temmilegur bjáni, en ég óska honum ekki þess að fara í fangelsi.

Sveinbjörn | 27.6.2012 kl. 17:31
Sveinbjörn

Allt þetta mál er bæði bretum og svíum til stórfelldrar skammar. Ef hann endar í BNA, þá tel ég víst að líf hans sé búið.

Einar | 27.6.2012 kl. 22:14
Einar

"Svona sjálfvirkar hringingar eru sennilega ólöglegar alls staðar í heiminum nema í þessu skítalandi"

Props fyrir algjörlega fáránlegt premise til þess að taka enn eitt anti-UK rantið ;-)