23.6.2012 kl. 17:12

Ég hef verið að horfa á þáttaröðina Frozen Planet með David Attenborough undanfarna daga. Þessir þættir eru með hreint út sagt ótrúlegum upptökum af dýrunum sem lifa á norður- og suðurheimsskautinu, ekki síst hvítabjörnum og hvölum. Þetta er eitt fegursta kvikmyndaða efni sem ég hef nokkru sinni séð.

Mikið af þessu hefur aldrei áður verið fest á filmu. Upptökurnar tóku 4 ár og mér er það hreint út sagt hulin ráðgáta hvernig þeir gátu mögulega náð sumu af þessu svona langt undir íshafinu, þar sem menn frjósa til dauða á nokkrum mínútum, jafnvel þótt þeir séu í sérstökum hituðum köfunarbúningum.

Hérna er torrent á Frozen Planet í 720p gæðum.


Frozen Planet 007

Sýningarétturinn var keyptur af Discovery í Bandaríkjunum. Þeir ákváðu upphaflega að sýna ekki síðasta þáttinn í seríunni, sem fjallar um hlýnun jarðar sökum gróðurhúsaáhrifa, og hvernig vistkerfi heimsskautanna er ógnað af mengun mannsins. Dæmigert.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed