19.5.2012 kl. 23:10

Tölfræði um land í rækt á Íslandi (úr CIA World Factbook):

islenskt landsvaedi i raekt

Ísland er að yfirborði álíka stórt og England. Út miðaldir var íbúatala Englands u.þ.b. tvær milljónir. Á Íslandi vorum við á bilinu 40-50 þúsund, enda ómögulegt að rækta nokkurn skapaðan hlut á þessari eldfjallaeyju. Með öðrum orðum, þá var England 40 sinnum gjöfulla land.

Þetta fékk mig til þess að hugsa til þess að fyrir mörgum árum bætti ég heilmiklu sagnfræðilegu samhengi við ensku Wikipedíufærsluna um Ísland. Ég skrifaði í grófum dráttum allt sem stendur undir History þarna, þótt því hafi vissulega verið breytt hér og þar á síðastliðnum árum. En eftirfarandi setning er mér sérlega kær:

Infertile soil, volcanic eruptions, and an unforgiving climate made for harsh life in a society where subsistence depended almost entirely on agriculture.

Hún stendur enn í færslunni. Ég er af einhverri ástæðu frekar stoltur af henni.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 19.5.2012 kl. 23:43
Eiki

Mér skilst samt að næturlífið hafi verið mjög skemmtilegt hérna þrátt fyrir erfiðar aðstæður, og trekkt mjög að erlenda ferðamenn.

Enda eru flestar helgar "dirty weekend" ef maður býr í moldarkofa með kind á hausnum.