18.5.2012 kl. 16:31

Vinnufélagi minn Steinn sendi mér eftirfarandi hlekk rétt í þessu.

Þetta setur svosem hlutina í samhengi, en skeytir fram hjá mikilvægri spurningu sem er: Hvort er betra?

Að verja ævinni í að vita allt um einn afmarkaðan kima fræðaheimsins, til þess að geta bæta í brunn mannlegrar þekkingar.

eða

Að verja ævinni í að vita sem mest um sem flest, án vonar um mikil framlög til vísinda og fræða?

Hið fyrra er mögulega (en ekki nauðsynlega) líklegra til þess að gera heiminn að örlítið betri stað. En það er alls ekki ljóst að það sé mest gefandi fyrir einhvern einstakling, reiknað út frá hans nytjafalli.

Öflun þekkingar lýtur "diminishing returns" lögmálinu eins og flest annað. Eftir því sem maður verður sérhæfðari fer meiri og meiri vinna í að afla sér minni og minni nýjar upplýsingar. Það er auðveldara og skilvirkara að læra ýmislegt um ýmislegt heldur en allt um eitthvað eitt.

[Og já, ég er að leita að post hoc réttlætingu á að hætta í doktorsnáminu]


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar | 18.5.2012 kl. 17:14
Einar

Hehe