16.5.2012 kl. 01:23

Þjóðverjar drápu einn af hverjum sex íbúum Sovétríkjana í síðari heimsstyrjöld.

Það samsvarar einu prósenti af öllum þáverandi íbúum jarðar. Bara í Sovétríkjunum. Svona til þess að setja þetta í samhengi við færsluna mína frá því um daginn um rök Steven Pinkers.

Þetta kemur ofan á hreinsanir Stalíns og hungursneyðina miklu sem fylgdi einstaklega brútal iðnvæðingu landsins undir hans stjórn.

Núna ráða þar Pútin og kleptókratavinir hans, en þeir ræna ríkið innan frá í krafti náttúruauðlinda meðan barnslaus almenningur í landinu drekkur og reykir sig til bana. Í Rússlandi fæðast 1.4 börn á konu.[1] Áfengissýki er mikið vandamál, og lífslíkur karlmanna einungis 60 ár.[2] Ofan á þetta flýr unga, metnaðarfulla og hæfileikaríka fólkið vestur þar sem fleiri tækifæri eru.

Rússar eru svakalega óhepppin þjóð. Þeir hafa aldrei haft góða ríkisstjórn í manna minnum.


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 16.5.2012 kl. 01:33
Halldór Eldjárn

Rekkur og dreykir

Þorvaldur Hrafn | 16.5.2012 kl. 09:27
Þorvaldur Hrafn

Ég er með samsæriskenningu um það hvers vegna leiðtogar Rússlands hafa ekki staðið sig vel, einfaldlega vegna þess að megin markmiðið hlýtur að vera að halda völdum, frekar en að bæta land og þjóð.

Stalín var frægur fyrir slíka nóju tilburði, Malenkov missti völd eftir fáein ár til Kruschev sem missti þau sömu leiðis og koll af kolli. Þannig fá þeir ekki eingöngu brjálaða átókrata, heldur menn sem halda völdum stutt og ílla.

Pútin er það sem eimir eftir af þessu, með brottfalli hans mun þetta lagast mikið. Það er mín spá.

Sveinbjörn | 16.5.2012 kl. 22:38
Sveinbjörn

Ég ætla að leyfa mér að stórefast um bæði þessa söguskýringu þína og þessa framtíðarspá.

Það sem þú ert að tala um er vandlega rannsakað fyrirbæri. "Selectorate theory" í stjórnmálafræði segir að stjórnmálamenn munu alltaf hegða sér á þann hátt sem hámarkar vald þeirra og utility, að öllu öðru óbreyttu.

En.... þetta á alveg jafn mikið við um "upplýstu" lýðræðisstjórnirnar eins og um einræðis- og kommúnistastjórnir.

Ástæðan af hverju rússum hefur verið illa stjórnað er ekki út af því að þeir, sem fólk, eru sérlega lélegir í að stjórna, eða af því að stjórnendastéttin þeirra hefur af hreinni tilviljun samanstaðið af almennt *verra* fólki heldur en annars staðar.

Þetta er fyrst og fremst strúktúralt, og snýst um að takast að skapa umhverfi þar sem þeir sem stjórna sjá sér hag í að hegða sér á hátt sem er EKKI gagnstæður hagsmunum almennings, skapa kerfi þar sem þeir sem vinna gegn hagsmunum almennings komast ekki til valda, og ef þeir komast til valda, þá sé einhver skilvirkur mekanismi til þess að losna við þá.

Það er í raun ekki mikið vitað um nákvæmlega af hverju svona umhverfi skapast í sumum löndum, það er þá helst vitað að það tengist á einhvern hátt þróun borgaralegs samfélags með sterkri millistétt, þar sem er fjöldinn allur af einstaklingum sem ráðamenn þurfa að þóknast.

En eins og sagan hefur margsannað, þá eru náttúruauðlindir á borð við þær sem rússar búa við ekki líklegar til þess að ýta undir þannig lagað. Náttúruauðlindir gera ráðamenn óháðari skatttekjum, og þeir hafa þ.a.l. engar hvatir til þess að byggja og skapa -- auðurinn kemur bara upp úr jörðinni. Þetta er vel þekkt fyrirbæri, og kallast auðlindabölvunin, eða "the Resource Curse".

http://en.wikipedia.org/wiki/Resource_curse

Það væri út af fyrir sig merkilegt félagsfræðilegt verkefni að rannsaka að hversu miklu leyti þetta á við um Ísland. Nógu andskoti illa hefur landinu verið stjórnað gegnum tíðina...

Þorvaldur Hrafn | 17.5.2012 kl. 18:19
Þorvaldur Hrafn

Þú virðist hafa miskilið það sem ég var að segja.

Varðandi hvað gerist þegar Pútin fellur frá, þá mun sagan leiða það í ljós. Eigum við að hafa það áhugavert?

Sveinbjörn | 18.5.2012 kl. 15:14
Sveinbjörn

Hvað nákvæmlega varstu að meina? Mér sýndist þú skrifa vanstjórn Rússlands í dag upp á eftirlifandi kommúnista-aparatchikisma í landinu. Ég tel vandann stærri og flóknari en svo.

Hafa það áhugavert? Meinarðu veðmál?

Þorvaldur Hrafn | 20.5.2012 kl. 13:23
Þorvaldur Hrafn

Jú það er það sem ég er að vísa í. Þetta var svoldið óskýrt hjá mér, þ.e.a.s. ég er að tala um einn stakan þátt þess, hjá Sovíetríkjunum, sem ég vil meina að hafi umfram aðra þætti, og meira svo en annarstaðar, verið þeim að fjörtjóni, í því hversu ílla landinu var, og er, stjórnað.

Breznev t.d. talar um það þegar hann missti völdin í rússlandi, og var leyft að lifa, að honum hefði tekist ætlunarverk sitt, þar sem hann var ekki tekinn af lífi. Paranójan sem gegnsýrði Sovíetríkin, og þá sérstaklega æðstu metorð, held ég að hafi verið stærsta staka ástæðan fyrir því hversu ílla fór. Gerðu menn slæm verkefni, var erfitt að stíga til baka og hætta við, þar sem menn voru með mikið undir, jafnvel lífið sjálft.

Þetta er etv. langsótt, enda titla ég þetta samsæriskenningu.

Eiki | 16.5.2012 kl. 10:30
Eiki

Mig minnir að ég hafi lesið í Eric Hobsbawm um hlutföll fallinna í stríði, að fyrir Fyrra stríð hafi flestir verið hermenn en síðan þá hafi sífellt hærra hlutfall verið óbreyttir.

Svo vilja menn ekki einu sinni tala um stríð lengur, heldur "Overseas Contingency Operation" eða "Limited Kinetic Operation".

Auk þess sem sigurvegarar eru hættir að nenna að telja fallna óvini (allavega þá óbreyttu). Eins og herforinginn Tommy Franks sagði: "We don't do body counts".

Ég geri ráð fyrir að Víetnam-stríðið sé hluti af friðsældinni á 20. öld. Wikipedia segir að "[o]verall figures for North Vietnamese civilian dead range from 50,000 to 2,000,000." Mig minnir að Íraksstríðs-tölurnar nái frá tugum þúsunda og upp í rúma milljón fallinna, eftir því hvern maður spyr og hvernig.

Arnaldur | 16.5.2012 kl. 23:16
Arnaldur

Tommy Franks telur kannski ekki líkin, en þessi síða hefur gert það samviskusamlega frá upphafi:

http://www.iraqbodycount.org/