17.4.2012 kl. 01:19

Var að uppgötva þetta frábæra lag (gegnum bloggið hans Paul Krugman, af öllum stöðum): Demon Kitty Rag með hljómsveitinni Katzenjammer -- "kattavæl" á þýsku.

Þetta eru fjórar norskar píur sem leika á hin ótrúlegustu hljóðfæri. Klárlega mjög hæfileikaríkar konur.9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 17.4.2012 kl. 11:51
Steinn

Ég er að fíla bassa balalaikuna.

Magnús Davíð | 17.4.2012 kl. 13:50
Magnús Davíð

Það er eitthvað við hana. Hún er svoldið eins og Mila Kunis eftir 7 ár af stífri amfetamín misnotkun.

Thorir Hrafn | 17.4.2012 kl. 13:20
Thorir Hrafn

Þetta er nokkuð kúl

Eiki | 17.4.2012 kl. 15:50
Eiki

Er "Katzenjammer" ekki oftast notað yfir "timburmenn"? Það er eins og mig minni það.

Grímur | 17.4.2012 kl. 21:13
Grímur

Jú, stemmir. Katzenjammer kids var einnig nafnið á amerískri teikniseríu sem var innblásin af Max og Móritz eftir Wilhelm Busch

Eiki | 17.4.2012 kl. 23:02
Eiki

Svo ekki sé minnst á Fran Katzenjammer í Black Books.

Arnaldur | 25.4.2012 kl. 23:41
Arnaldur

Gaman frá því að segja að Kristján Eldjárn, forseti þýddi Max og Móritz yfir á íslensku.

Freyr | 19.4.2012 kl. 11:21
Freyr

Þetta er mjög flott tónlist!