24.3.2012 kl. 14:30

Vil vekja athygli á þessari stórmerkilegu og áhugaverðu grein um tengsl Pútins og olíurisans Gunvor.

Þessi íslenska bloggfærsla er töluvert betri blaðamennska heldur en neitt sem ég hef lesið í íslensku blöðunum um langa hríð.

Ég hugsa að framtíðin í blaðamennsku sé dreifð upplýsinganet af sérhæfðum bloggurum sem vita hvað þeir eru að tala um. Gamla miðstýrða módelið af fréttamennsku er að deyja drottni sínum, og það er bara ágætt, enda hefur alltaf verið lítil innistæða fyrir umræðuvaldi stóru fjölmiðlasamsteypanna. Í gegnum ríkiskapítalisma 20. og 21. aldar hafa þær oftar en ekki reynst hliðhollar sönnu húsbóndum sínum — viðskiptalífinu og pólitískum elítum.


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Dílels Nrónar Gæsluson | 25.3.2012 kl. 00:35
Unknown User

(á 4ða glasi)
Takk fyrir að blogga og benda. Athuganir þínar eru mjög gagnlegar. Vonandi rætist spá þín um sérhæfða bloggara og dauða fréttablaðsins. En hvernig fá þeir borgað fyrir rannsóknir sínar og tíma? Með ánægju?

Sveinbjörn | 25.3.2012 kl. 03:06
Sveinbjörn

Eftir því sem alþjóðlega internetsamfélagið stækkar, mun lesendahópurinn stækka. Í dag notar 1 milljarður manns internetið. Eftir 20 ár mun 3 milljaðrar nota það.

Potential lesendahópurinn er að fara að stækka margfalt. Í þannig umhverfi verða hlutirnir vænlegri fyrir sjálfstæða blaðamenn. Sjálfur les ég reglulega http://tomdispatch.com, og hef sent þeim peninga gegnum PayPal. Þeir eru það góðir.