22.3.2012 kl. 00:37

Ég var að horfa á langt debat milli William F. Buckley, Jr. og Noams Chomsky, frá 1969, um bandaríska heimsveldisstefnu. Buckley var þekktur hægrisinnaður "talking head" þess tíma, eins konar effete, pseudo-siðmenntuð útgáfa af Bill O'Reilly. Hann er algjörlega tekinn í gegn.

Mikið svakalega er hann Chomsky annars lipur og snar í hugsun þarna. Virðist hafa kynnt sér allar staðreyndir allra mála sem upp koma, og með svar reiðubúið við hverri einustu spurningu. Mjög impónerandi. Minna impónerandi, hins vegar, er vörn hans á Norður-Víetnömsku “lýðræði” undir Ho Chi Minh.

Ég gúglaði mig til um þetta debat og fann eftirfarandi orð Chomskys í tilefni af andláti Buckleys.

What we were talking about then can be transferred to today very easily. By coincidence, just today an op-ed of mine was distributed by the NY Times syndicate with some comparisons about debate over Vietnam and over Iraq. Many of the other questions, about the general nature of U.S. foreign policy, are persistent.

My main recollection was surprise at how little he seemed to know about particular issues, and how quickly he wanted to drop them when we began to go beyond general slogans.

Although this was not on the tape, it's hard to forget the final moments as he walked off stage, in a fury, shouting that he'd have me back on again soon and teach me a thing or too. When I answered politely that I'd be glad to arrange it, he got even more furious. Of course I never heard from him again, or expected to.[1]


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 22.3.2012 kl. 09:06
Eiki

"I thought hell is bound to be a livelier place, as he joins forever those whom he served in life, applauding their prejudices and fanning their hatred," sagði Gore Vidal þegar hann heyrði af dauða Buckleys (sem hann kallaði "a most hysterical queen").

Máni | 22.3.2012 kl. 15:47
Unknown User

Þetta eru fáránlega skemmtilegar rökræður. ég horfi á þær annað slagið og velti fyrir mér af hverju við sjáum ekki svona spjallþætti í dag. Það er svo mikið af bulli í samfélaginu sem hrynur um leið og það er þvingað í rökræðuform

Sveinbjörn | 22.3.2012 kl. 15:48
Sveinbjörn

Algjörlega sammála. En síðan eru því miður ákveðin málefni þar sem rökræðuformið fjarlægir allt komplexítet og allt endar á því að vera soðið niður í "mér finnst -- þér finnst" rifrildi.

Arnaldur | 25.3.2012 kl. 23:54
Arnaldur

Mér finnst Buckley ekki vera skemmtilegur interviewer.