Þessi Guardian grein frá 2008 er agaleg. Ég fæ alveg æluna upp í kok:

Partly by dint of travel, partly by accident, Iceland, we agreed, was a melting pot that had contrived to combine humanity's better qualities, offering a lesson for the rest of the world on how to live sensibly and cheerfully, free from cant and prejudice and taboo. Iceland could not be less like Africa on the surface; could not be further removed from the lowest country in the UNDP's Human Development Index, Sierra Leone. Yet the Icelanders have had the wisdom to take, or accidentally to replicate, the best of what's there, too. Without any hang-ups at all.

Maður veit ekki hvar maður á að byrja.....sjáum nú:

Iceland [...] was a melting pot...

Við erum hvítasta land í heimi.

...contrived to combine humanity's better qualities...

Græðgi og ábyrgðarleysi?

...offering a lesson for the rest of the world on how to live sensibly and cheerfully...

Taka hundruðir milljarða að láni, eyða þeim í vitleysu, og væla síðan og kjökra þegar kemur að skuldadögum?

...free from cant and prejudice and taboo...

Rasistar og kvenhatarar sem neita flóttamönnum um landvist.

...Iceland could not be less like Africa on the surface...

Hahahaha. Lol. Við erum ábyggilega mest "tribal" þjófríki Evrópu.

Yet the Icelanders have had the wisdom to take, or accidentally to replicate, the best of what's [in Sierra Leone], too. Without any hang-ups at all.

WTF?

Þessi grein er epískt fail. Meira að segja miðað við þær fjölmörgu "ég-var-á-Íslandi-í-nokkra-daga-og-ræddi-við-latté-lepjandi-101-listaspírur" greinar sem maður hefur þurft að umbera frá Guardian gegnum árin.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 22.3.2012 kl. 09:20
Eiki

Já, það er munur á Ljóni og Séra Ljóni.

Og allt þetta víkingarúnk. Ef maður vill fá eitthvað út úr þessum miklu fornaldarhugsuðum, ætti maður að búa til stórt veggspjald með orðunum:
"Hjarðir það vitu / nær þær heim skulu /
og ganga þá af grasi."

Svo á maður að spyrja sig (þegar maður lofar dag að kveldi): "Var ég heimskari en sauðkind í dag?"