19.3.2012 kl. 16:18

Sjö af hverjum tíu trúarheimspekingum ("philosophers of religion") trúa á æðri máttarvald.

Kemur ekki beinlínis á óvart. Þetta ku vera deyjandi undirgrein heimspekinnar, enda staðhæfingar trúarbragða svo átakanlega mikil þvæla að engin sæmilega þenkjandi manneskja með glæstan akademískan feril framundan kysi sjálfviljug að eyða ævi sinni í að svitna áratugum saman yfir trúspekilegum hártogunum.

Eins og greinarhöfundur bendir á: Ef guð er til, þá er trúarheimspeki mikilvægasta undirgrein heimspekinnar. Ef ekki, þá er hún eitt ómerkilegasta viðfangsefni mannsandans.

Ekki erfitt að sjá hvert vindurinn blæs í þessum efnum.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 19.3.2012 kl. 19:16
Eiki

Ég leyfi mér að vitna í biblíuna og minna á að "gómer er tíundi partur af efu." (Exodus 16:36)

Think on that.

Sveinbjörn | 19.3.2012 kl. 23:16
Sveinbjörn

Þetta breytir öllu!

Einar | 20.3.2012 kl. 19:12
Einar

Eru menn ekki bara að taka veðjun Pascals á þetta? Að því gefnu að maður verði að taka afstöðu, sem ég hugsa að trúarheimspekingar freistist til þess að gera í einhverjum kaffistofubanter.