18.3.2012 kl. 02:27

Ég er að lesa stjórnspekibók frá 1970 sem heitir In Defence of Anarchism, eftir heimspekinginn Robert Paul Wolff. Ég hef vitnað í skrif hans nokkrum sinnum áður hérna á síðunni, en hann er með mjög skemmtilegt blogg sem ég les reglulega.

Afstaða Wolff í bókinni (og fram til dagsins í dag, af sjálfslýsingu hans á blogginu að dæma) er sú að engin skref geta fært okkur frá náttúruástandinu yfir í ríkið án þess að vaða yfir grundvallar-sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins.

Hér skrifar hann um fulltrúalýðveldið, og hversu aumt tilkall það hefur til að segjast endurspegla vilja fólksins gegnum meint "agency by proxy":

Leaving aside for a moment the problems connected with majority rule, [...] the citizen who makes use of his ballot is, as it were, present in the chamber through the agency of his representative. But this assumes that at the time of the election, each man had a genuine opportunity to vote for a candidate who represented his point of view. He may find himself in the minority, of course; his candidate may lose. But at least he has had his chance to advance his preferences at the polls.

But if the number of issues under debate during the campaign is greater than one or two, and if there are — as there are sure to be — a number of plausible positions which might be taken on each issue, then the permutations of consistent alternative total "platforms" will be vastly greater than the number of candidates. Suppose, for example, that in an American election there are four issues: a farm bill, medical care for the aged, the extension of the draft, and civil rights. Simplifying the real world considerably, we can suppose that there are three alternative courses of action seriously being considered on the first issue, four on the second, two on the third, and three on the last. There are then 3 x 4 x 2 x 3 = 72 possible stands which a man might take on these four issues. [...] Now, in order to make sure that every voter has a chance of voting for what he believes, there would have to be 72 candidates, each holding one of the logically possible positions. If a citizen cannot even find a candidate whose views coincide with his own, there there is no possibility at all that he will send to the parliament a genuine representative. In practice, voters are offered a handful of candidates and must make compromises with their beliefs before they ever get to the polls. Under these circumstances, it is difficult to see what content there is to the platitude that elections manifest the will of the people. [emph. ed] [1]

Nákvæmlega. Frá stjórnspekilegu sjónarmiði — ef við hugsum þetta út frá siðferðislegu tilkalli ríkisins til hlýðni okkar — þá stendur fulltrúalýðræði samtímans á nákvæmlega jafn lélegum grunni og t.a.m. upplýst einræði [eða nokkur önnur samfélagsgerð þar sem er einhvers konar ríki].


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Ásgeir frjálshyggjunött | 18.3.2012 kl. 12:42
Unknown User

Nú man ég ekki alveg hvernig þú vildir skilgreina þig pólitiskt, hér um daginn þegar ég var að atast í þér og kalla þig libertaríanista.

En ef þú fellst á það sem Wolff skrifar þá get ég ekki skilið hvernig þú getur verið annað en Libertarianisti eða Anarkó-Kapítalisti, eða eitthvert afbrigði þar af.

Sveinbjörn | 18.3.2012 kl. 13:12
Sveinbjörn

Vá, ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja.

Ég sagðist í fyrsta lagi hvergi fallast á afstöðu Wolffs í heildina litið (þótt ég geri það, strangt til tekið, með ákveðnum caveats). Manni getur þótt einstakar röksemdafærslur einhvers góðar án þess að fallast á heildartesu þeirra.

En þú ert svo mikill dilettante, Ásgeir. Þú kemur hérna með einhverjar yfirlýsingar án þess að hafa minnstu hugmynd um það sem þú ert að tala um. Kynntu þér alvöru stjórnmálaheimspeki, ekki bara einhverja pseudo-scientific áróðurspappíra frá Cato og von Mises institute! Þú gætir t.d. byrjað á því að lesa þessa stuttu bók hans Wolffs. Ef þú myndir gera það, þá sæirðu að liberterianismi og aðrar gerðir af lágríkisstefnu eru alveg jafn veikar fyrir gagnrýni hans og umfangsmeiri velferðarríki. Jafnvel enn viðkvæmari fyrir þeim, í ljósi þess að bæði ég og Wolff teljum að hlutskipti fólks undir lágríkisfyrirkomulagi væru enn ömurlegri en þau eru nú þegar (en þar greinir okkur á við þig, geri ég ráð fyrir).

Anarkó-kapítalismi er síðan gjörsamlega incoherent og fáránleg hugmynd sem allir serious fræðimenn hlæja að og afskrifa prima facie. Ekkert eins og nútímakapítalismi gæti nokkurn tímann verið til án eignaréttar og verndun á slíkum rétti með beinu eða óbeinu ofbeldi. Án eignaréttar er enginn kapítalismi, augljóslega.

Frekar kjút hjá þér að reyna að "eigna þér" mig, en því miður, lógísk niðurstaða úr röksemdafærslu Wolff er hreinn anarkismi -- að allt yfirvald, og allt utanaðkomandi valdboð, (þ.m.t. lög sem vernda eigna- og persónurétt), skorti legitimacy.

Ásgeir frjálshyggjunött | 18.3.2012 kl. 22:52
Unknown User

Jæja, þá hef ég lesið mig í gegnum þetta rit (nema viðaukann í lokin) samhliða öðru sunnudagsamstri. Er þá vonandi orðinn viðræðuhæfur.

Það er rétt að ég taki fram að þegar ég talaði um að þú "féllist á það sem Wolff skrifar" var ég að tala um þessa tilteknu klausu sem þú tókst út úr verkinu. Restin af ritsmíðinni er upp og ofan, en vissulega margar áhugaverðar pælingar inn á milli, og eiga misvel við libertaríanisman/anarkó-kapítalismann.

Ef við lítum á þá einstöku klausu sem þú kvótaðir, þá virðast þar vera á ferðinni mjög sterk rök gegn umsvifamiklu ríkisvaldi, og auðvelt að leiða af þessari tilteknu hugsun að betra sé að dreifa ákvarðanatöku og valdi samfélagsins úti á meðal einstaklinganna frekar en leggja í hendur fárra kjörinna fulltrúa. Libertaríanisminn og anarkó-kapítalisminn eru einmitt á þeirri línu, en t.d. anarkó sósjalisminn ekki (a.m.k. eins og ég skil hann og skynja).

Þú hlýtur að fallast á að þessi tiltekna klausa sem þú kvótar ætti vel heima í hvaða riti sem er eftir Mises, Rothbard eða Hayek.

---

"Þú gætir t.d. byrjað á því að lesa þessa stuttu bók hans Wolffs. Ef þú myndir gera það, þá sæirðu að liberterianismi og aðrar gerðir af lágríkisstefnu eru alveg jafn veikar fyrir gagnrýni hans og umfangsmeiri velferðarríki. Jafnvel enn viðkvæmari fyrir þeim, í ljósi þess að bæði ég og Wolff teljum að hlutskipti fólks undir lágríkisfyrirkomulagi væru enn ömurlegri en þau eru nú þegar"

Það var áhugavert að lesa pælingar Wolffs í gegn með libertaríanismann bak við eyrað. Ég kom reyndar ekki auga á að rökfærsla hans valtaði yfir lágríkisstefnuna. Ef eitthvað er þá sýndist mér einmitt að lágmarksríkið gæti smellpassað við sumar hugmyndir Wolffs.

Þar á ég einkum við þetta "unanimous direct democracy" sem hann ræðir um sem eina valid form ríkisvalds. Ég held einmitt að eina niðurstaðan sem kjósendur geti í sameiningu komist að sé sterkt einstaklingsfrelsi og lítið ríki sem hefur þann eina lögmæta tilgang að standa vörð um þessi frelsi.

Aðeins sá sem fellur að ídeali hins syndlausa meðaljóns gæti hugsað sér að kjósa stýrandi ríki eða ofríki meirihlutans -og sá maður er ekki til. Við hin höfum öll einhverja sérvisku, veikleika, styrkleika og lesti sem eru okkur nógu kærir til að við föllumst (eventually, eftir mismiklar rökræður) á þá skynsamlegu niðurstöðu að veita öllum öðrum frelsi svo að okkar frelsi haldist örugglega óskert.

Allt umfram lágmarksríki gengur þá of langt á réttindi okkar. Allt minna en lágmarskríki gengur að sama skapi of skammt til verndar einstaklingsfrelsinu.

Sbr þar sem Wolff segir: "Since the majority are, militarily speaking, likely to be the superior body, they must be allowed to rule by the ballot; for otherwise they will resort to force and throw society back into chaos."

Mætti þá segja að upp komi sé n.k. fangaklemma, sem leiðir að þeirri niðurstöðu að ákvörðun allra meðlima þessa "unanious democracy" verður einhver staðar á mili libetaríanisma og anarkó-kapítalisma.

M.ö.o. að út frá sjónarhorni hins ófullkomna og synduga manns er kostnaðurinn af hættunni á að vera í minnihluta meiri en mögulegur ávinningur af því að vera í meirhluta. Á endanum hljóti því að verða lýðræðislegur og einróma samhljómur um einstaklingsfrelsi og agnarsmátt lágmarksríki.

---

Svo mætti skrifa langan pistil um hvað það er mikil synd að Wolff reynir ekki að greina betur þær sálrænu hvatir sem liggja að baki þeirri útbreiddu iðju að framselja vald og ákvarðanatöku til annarra.

Rétt eins og græðgin, þá grunar mig nefnilega að þessi hvati sé manninum eðlislægur, og það sem hefur þróast með tegundinni í hundruðir þúsunda ára er ekki að fara úr okkur alveg strax.

Við sjáum þessa þörf/þetta "náttúrulega" skipulag verða til strax innan fjölskyldunnar, og undir mörgum kringumstæðum virðist mjög skynsamlegt, eðlilegt og ekki beinlínis aðför að sjálfstæði mannsins, að hann eftirláti einhverjum öðrum yfirráð eða autoritet yfir hluta af ákvörðunum sínum og gjörðum.

Svona þankar stangast auðvitað alveg á við það sem Wolff segir, eins og t.d.: "The primary obligation of man is autonomy, the refusal to be ruled"

Þannig eftirlæt ég t.d. píparanum mínum ákvarðanarétt um hvernig best sé að gera við klósettið mitt, og lækninum mínum leyfi ég að veita mér fyrirmæli um lyfjatöku og líkamsrækt. Ég tel mig hafa þörf fyrir ákveðið forræði foreldra minna, en berst gegn ofríki þeirra. Ég græði á þessu framsali, og ávinningurinn er miklu meiri en svo að ég telji meiri missi vera af einhverju primary obligation til að vera alsjálfráða.

Það mætti jafnvel elaborera um að það felist greinilegur hagrænn ávinningur í division of authority, rétt eins og í division of labor, en það er efni í langloku að elaborera í smáatriðum, og gæti örugglega leitt mig fram af einhverju hengiflugi forræðishyggjupælinga.

Libertaríanistar eru oft sakaðir um að vera óraunsæir. Að hið stóra ríki sé ekki að fara neitt og betra sé að pæla i hvað er hægt að gera til að sveigja næstbestaheim í betri átt fyrst við búum ekki í besta heimi.

Það er því skondið hlutskipti að ég finn mig knúinn til að kalla hugmyndir Wolffs óraunsæar og ópraktískar, og ekki hvað síst fyrir þær sakir að þær skauta alveg yfir þessa náttúrulegu hvöt mannsins til að vilja framselja hluta af sjálfsákvörðunarrétti sínum til annarra sem hann telur vitrari, sterkari, skynsamari eða sérfróðari, og leita þess notalega skjóls sem fylgir því að vera að leiddur áfram.

Það sem þarf, hins vegar, að gæta að er að frelsið sé eins vel varið og frekast er unnt, því eftir því sem anarkían er meiri, þvi líklegra er að fólkið með sterku leiðtogaþrána rotti sig saman í heildir sem dreifðir frjálsir einstaklingar eiga erfitt með að spyrna gegn. Það þarf s.s. að reyna að koma einhverjum böndum á leiðtogaþrána svo hún fari ekki að sverfa að frelsinu. Hættan er sú að þessir múrar verða ekki reistir utan um frelsið ef við vanrkjum að viðurkenna að foringjaþráin er hluti af mannlegu eðli og er ekki að fara neitt.

---

Ég held ég hafi ekki verið kallaður //dilletante// áður. Mér myndi sárna ef ég væri ekki sjálfur gjarn á þann ósið að væna þá sem eru mér ósammála um að vera illa lesnir, hafa lesið ranga hluti og eiga það eftir að lesa rétta höfunda.

Það er annars skrítið að heyra anarkistann afgreiða anarkó-kapitalismann með því að segja alla serious fræðimenn hlæja að honum og afskrifa frá fyrsta bókstaf. Ég hefði einmitt haldið að menn með anarkískan tendens kynnu að meta að consensusinn er ekki alltaf mælikvarði á gæði hugmynda, og að þegar umræðuefnið er fyrirkomulag ríkisvaldsins verði að hafa sérstakan fyrirvara á hugmyndum fræðasamfélags sem alla jafna á framfæri hins opinbera.

Ég ætlast ekki til að þú nennir að fara út í þessa sálma í smáatriðum, (oft veit ég ekki heldur "hvar á að byrja", þegar ég lendi á tali við fólk þar sem mér finnst þurfa að fletta utan af mörgum lögum af ranghugmyndum).

En ef þú nennir að elaborera, þá er ég þér auvitað þakklátur, en ég lofa um leið að ég lít ekki á þögn sem uppgjöf eða samþykki.

En mér finnst einmitt eignarrétturinn algjört grundvallaratriði og óaðgreinanlegur frá frelsi til umráða yfir eigin líkama og lífi. Allt sem gengur á þetta frelsi er þá, technically, ofbeldi og valdboð.

Hvernig eignarréttarpæling og aðrar pælingar anarkó kapítalismans séu incoherent og fáránlegar er eitthvað sem ég á bágt með að sjá. Þvert á móti þykir mér margt áhugavert og skynsamlegt af því sem kemur frá spöðum eins og t.d. David Friedman.

Það er aftur á móti "pjúra anarkisminn", og anarkó-sósjalisminn sem mér virðist incoherent og fáránlegur.

---

Að ég sé að reyna eða ekki reyna að eigna mér þig ... tjah. Mig grunar a.m.k. að það sé styttra á milli þín og mín hugmyndafræðilega séð en á milli t.d. okkar og hugmyndafræðilega normsins á vinstrinu, miðjunni eða hægrinu í íslenskum stjórnmálum.

Eg er því ekki að reyna að slá á þig eign, heldur bara gefa smá nudge-nudge og wink-wink því mig grunar að við séum á marga vegu skoðanabræður.

Sveinbjörn | 19.3.2012 kl. 12:28
Sveinbjörn

Ég var kannski óþarflega harðorða við þig þarna, en það var ástæða til.

Ástæðan af hverju ég kalla þig dilettante sú að það er erfitt að rökræða við þig þegar þú skilur ekki almennilega hugtökin og hugtakarammana sem er verið að vinna með í stjórnmálaheimspeki. Líkt og svo margir aðrir frjálshyggjumenn sem ég hef rætt við gegnum tíðina þá blandar þú inn röksemdafærslum sem eiga ekkert skylt við það sem þú heldur fram, og virðist síðan almennt ekki skilja hvert viðfangsefni stjórnmálaheimspekinnar ER yfirhöfuð, og hvernig hún aðgreinist frá de facto pólitík. Niðurstaðan er langur, þvoglukenndur texti eins og sá hér fyrir ofan, og svo allir hinir textarnir sem þú skilur óspart eftir þig á Facebook. Ef þú ætlar að tjá þig mikið og opinberlega um eitthvað, þá ættirðu að minnsta kosti að reyna að skilja það vandlega, og hafa það sem þú ert að segja á hreinu, hafa það skýrt, beinskeytt og rökrétt, en ekki bara einhverja samsuðu af áróðursfrösum og dæmisögum upp úr frjálshyggjuritunum.

Í von um að gera heiminn að e.t.v. eilítið, míkróskópískt betri stað, þá ætla ég að útskýra fyrir þér nokkra preliminary hluti.

Hvað er stjórnmálaheimspeki?

Stjórnmálaheimspeki er undirgrein siðfræði. Nánar tiltekið, þá er stjórnmálaheimspeki stúdía á réttlætishugtakinu. Það er spurningin "Hvað er réttlæti?" eða, náskylda spurningin, "Hvaða eiginleika þarf ríki að hafa til þess að vera réttlátt? Og svo loks, "Hvers konar ríki hefur siðferðislegt tilkall til hlýðni okkar? (en það er að sjálfsögðu hið "réttláta" ríki, þannig að við erum komnir aftur að upprunlegu spurningunni). Viðfangsefni stjórnmálaheimspekinnar er, m.ö.o. réttlæti.

Hvað eru stjórnmál?

Síðan, algjörlega á hinum endanum, þar hefurðu stjórnmál, pólitík, en það er aktívítet sem menn stunda í raunverulega heiminum, yfirleitt á allt öðrum forsendum heldur en forsendum stjórnmálaheimspekinnar. Pólitík er baráttan um völdin. Að nafninu til í lýðræðisríkjum á slík barátta sér stað á forsendum stefnumála, en birtingarmynd pólitíkur í raunverulega heiminum skiptir í raun engu máli fyrir stjórnmálaheimspeki. Birtingarmynd stjórnmála hefur strangt til tekið ekkert að gera með stjórnmálaheimspeki.

Tegundir siðferðisraka

Stjórnmálaheimspeki er tegund af siðfræði. Innan vestrænu heimspekihefðarinnar eru í grófum dráttum tvær ráðandi siðferðiskenningar: annars vegar nytjastefna (utilitarianismi, á upptök sín í Bentham, Mill o.fl.) og hins vegar deontológísk ("kantísk") siðfræði, sem á helsta forsvara sinn í Immanuel Kant og bók hans Grundlegung zur Metaphysik der Sitten. Auðvitað er litteratúrinn orðinn flóknari og tæknilegri í dag, en ég ætla að leyfa mér að einfalda "for the purpose of brevity".

Nytjahyggja er eudaimonísk og consequentialistísk. Þ.e.a.s hamingja (eða e-ð annað) er hin æðstu gæði. Rétti (og, for our purposes, réttláti) hluturinn til þess að gera í öllum aðstæðum sé ávallt sá sem hámarki viðkomandi æðsta markmið, og að siðferðislegar athafnir beri að meta út frá þeim afleiðingum sem þær hafa í að ná því fram.

Kantísk deontólógísk siðfræði er allt öðruvísi, og flóknari, og gengur út á óafsalanlegan siðferðislegan vilja og ábyrgð. Þar er einstaklingurinn eins konar "löggjafi" sjálfs sín, hann setur sjálfum sér siðferðislegar reglur sem eiga meint upptök sín í rasjónalíteti mannskepnunnar. Það er ekkert gott eða slæmt í þessum heimi, nema góður eða slæmur vilji. Afleiðingar skipta ekki máli.

____________________________________________

Hvað Robert Paul Wolff er að segja

OK, so far so good. Nú þegar þetta er á hreinu, þá skulum við ræða stuttlega um bók Wolffs. Hann er að skrifa innan (útópísku) vestrænu stjórnspekihefðarinnar, um leitina að ríkinu sem verður til á réttlátan hátt og er viðhaldið á réttlátan hátt. Wolff nálgast þetta frá kantísku, deontólógísku sjónarmiði. Þ.e.a.s. hann gefur sér hugmynd um mannlega átónómíu sem trompar öll nytjarök. Maðurinn hefur absolút, óskertan sjálfsákvörðunarrétt og getur ekki afsalað slíkum rétti, eða ábyrgðinni sem fylgir honum.

Niðurstaða hans er í kjölfarið sú að ef við gefum okkur eitthvað sem líkist temmilega róbust hugmynd um átónómíu einstaklingsins (á þessum kantísku forsendum), þá getur aldrei myndast lögmætt valdboð af neinni gerð.

Það eru m.ö.o. engin skref sem geta fært einum manni réttlátt valdboð yfir annari manneskju. Hugsaðu um þetta vandlega, og passaðu að þú skiljir að þetta á við um allt valdboð. Allt.

Ef við föllumst á niðurstöður Wolffs, þá þýðir það að sjálfsögðu að ekkert ríki, ekkert ríkisvald, engin lög, engar formlegar reglur, hafa neins konar tilkall til hlýðni okkar. Ekki lýðræðisríki, ekki fasistaríki og heldur ekki lágmarksríkið margrómaða (sem þarf jú einhvers konar lög og reglur til þess að fúnkera).

Fyrir mér er þetta mjög skýr og internally consistent afstaða. Ekkert incoherent við hana eða fáránlegt. En hún þýðir að engin ríki geta verið réttlát. Það er niðurstaða sem fáir stjórnmálaheimspekingar eru tilbúnir að kyngja. Afleiðingarnar af því að hafa ekkert ríkisvald yrðu sennilega skelfilegar. En það skiptir ekki máli fyrir Wolff, hann er bara að skoða þetta innan kantíska rammans, út frá siðferðislegum prinsípum. Afleiðingarnar skipta hér hreinlega engu máli, enda er heimspeki ekki empírískt tæknifag heldur prímitív og undirliggjandi öllu öðru. Rétt er rétt, óháð afleiðingum. Þannig að við erum föst með annað hvort engin ríki, eða ólögmæt ríki, til eilífðarnóns, ef við gefum okkur sterkan sjálfsákvörðunarrétt mannsins.

______________________________________________

Hvernig þetta snertir frjálshyggjuna

Snúum okkur nú loks að frjálshyggjunni og lágmarksríkinu sem þú talar fyrir.

Ég skrifaði hér á síðunni fyrir mörgum árum að vandinn við frjálshyggjumenn væri sá að, frá heimspekilegu sjónarmiði, they want to have their cake and eat it too.

En eins og Milton heitinn Friedman sagði: There's no such thing as a free lunch.

Sterkar hugmyndir frjálshyggjumanna um sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins eru almennt kantískar, t.a.m. í Nozick, sem er klárlega mest brilliant heimspekingur frjálshyggjunnar (mun merkilegri heimspekingur heldur en þessir austurrísku hagfræðingar, með sína afdönkuðu sandkassaheimspeki). En frjálshyggjumenn gefa sér að e-s konar ríki (sem verndar frelsi og eignarrétt) geti orðið til samhliða svona róbúst sjálfsákvörðunarrétti. Ég held að flestir geti verið sammála um að tilraun Nozicks til þess að sýna að ríki geti orðið til án þess að ganga á sjálfsákvörðunarréttinn hafi mislukkast. Ég þekki síðan ekki aðrar tilraunir sem eru betur lukkaðar. Ef Wolff hefur rétt fyrir sér, þá getur engin slík tilraun heppnast.

En það ljótasta við þetta allt saman, er að frjálshyggjumennirnir (þ.m.t. þú) stökkva á nytjarökin, og blanda þeim saman við kantísku rökin sín þannig að úr verður incoherent súpa af absólút réttindum og afleiðingahyggju -- að nákvæmlega afmörkuðu réttindi frjálshyggjunnar geti af sér bestu afleiðingarnar fyrir fólk, etc.. Þetta er empírísk spurning, a.m.k. að hluta til, og kemur kantísku rökunum í raun ekkert við, og getur ekki mögulega veitt þeim neinn stuðning. Ef réttindin eru réttlætt á þeim grundvelli að þau leiði til bestu afleiðinganna, þá eru þau bara réttlát að svo miklu leyti sem þau leiða til bestu afleiðinganna. En þetta gengur ekki, frjálshyggjumenn segja þessi réttindi vera absólút og algild, jafnvel þegar afleiðingarnar eru ekki nytjahyggju-optimal! Veistu, Ásgeir, þetta er bara ekki boðlegt. Þetta er léleg stjórnspeki, léleg siðfræði, léleg hugsun, og það sem meira er, alveg skelfileg pólitík.

Ásgeir frjálshyggjunött | 20.3.2012 kl. 14:35
Unknown User

Ég kann að meta greinargott svar. Eg veit að svona svör kalla á vinnu sem er ekki beinlínis hrist fram úr erminni. Er ekki frá því að kosmósinn batnaði ögn við þetta, þó ég viti ekki hvort að ég hafi verið læknaður af þessum Dunning-Kruger effekt sem plagar mig.

Ég kann sérstaklega að meta þolinmæðina, og veit að það getur verið eins og að berja dauðan hest að ræða flókna hluti við fólk sem virðist skorta ákveðnar grunnundirstöður eða virðist hafa komið sér upp stórlega bjagaðri sýn á heiminn.

Kannski er það til marks um vitsmunalega framför að ég hef í gegnum tíðina búkkmarkað nokkrar bloggfærslur þínar í möppu sem ég tileinka áhugaverðum pælingum um stjórnmál.

---

Það er mjög áhugavert hvernig þú vilt aðskilja stjórnmálaheimspeki og stjórnmál. Eg verð samt að vera ósammála þessari flokkun -auðvitað með fyrirvara um að þú dróst upp einfaldaða mynd mér til hægðarauka.

Ég upplifi ekki stjórnmálaheimspeki sem þessa vitsmunalegu gimnastík, með öllu aðskilda frá raunveruleikanum. Ég held að Plató hafi verið fúlasta alvara með hugmyndum sínum um Kallipolis, og á sama hátt held ég að Spooner hafi meint hvert einasta orð í No treason.

Og jafnvel ef það er "fræðilega" rétt að skilja svona snyrtilega á milli stjórnmálaheimspeki og stjórnmálapraktíkur, þá virðist raunheimurinn ekki virða þessi mörk.

---

Ég held (og vona) að ég skilji þrátt fyrir allt hvað hann Wolff er að fara.

Verandi svona þrjóskur og þröngsýnn, og að því er virðist óforbetranlegur, stend ég við þá pælingu að lágmarksríkið geti verið rökrétt praktísk lending á háfleygri teóretískri hugmynd Wolffs um unanimous direct democracy.

En þegar þetta UDD lágmarksríki er komið á, þá hefst lágmarksríkið n.b. ekki að neitt fleira og tekur engar fleiri ákvarðanir. Valdboðið verður því aldrei víðtækara en það lögmæta valdboð sem var gefið þegar allir samþykktu samhljóða og ótilneyddir að allir séu frjálsir að þvi marki að ekki sé gengið á ríkari rétt annarra.

---

Leitt að ég skuli tjá mig af svona mikilli vankunnáttu á Fésbókinni. Ég hélt annars að ég gerði mest af því að tjá mig um skaðsemi ríkisafskiptanna og kosti frelsisins -eitthvað sem anarkistar ættu að geta tekið undir, svo langt sem það nær.

Auðvitað blæs ég á fullyrðingar um að frjálshyggjupælingarnar séu léleg stjórnspeki, léleg siðfræði og léleg hugsun, skelfileg pólítik og fatalt að blanda saman nytjastefnu og deontologískri siðfræði.

Raunar finnst mér málflutningurinn agalega sannfærandi og coherent hjá gaurum eins og t.d. Hayek sem, í ritum eins og t.d. Road to Serfdom, stilla upp göfugum siðferðislegum ásetningi annars vegar og hörmulegum afleiðingum afskiptanna hins vegar.

Og er annars frjálshyggjan eitthvað ólík öðrum hugmyndafræðilegum stefnum stjórnmálanna með það að hræra saman siðferðislegum gildum og nytjastefnupælingum, og hræra saman heimspeki og praktík? Eru ekki aðilar á öllu litrófinu uppteknir af því hvað er réttlátt og sanngjarnt, og svo hvað skilar bestum árangri?

Ásgeir frjálshyggjunött | 19.3.2012 kl. 10:23
Unknown User

Humm. Ég setti hér inn langt og vandað svarkomment, sem nú er horfið.

Sveinbjörn | 19.3.2012 kl. 10:53
Sveinbjörn

Svarið þitt er þarna, mögulega e-ð caching issue, ég var að fikta í caching kóðanum í vefkerfinu í nótt. Prufaðu að reloada.

Færð svar hjá mér á eftir þegar ég er búinn í vinnunni.

Eiki | 18.3.2012 kl. 13:38
Eiki

Ein dáldið barnaleg spurning: Hver segir að frambjóðandi þurfi endilega að hafa sérstaka skoðun á hinu og þessu. Ef maður er ráðinn í búð er maður ekki spurður hvaða skoðun maður hefur á að gefa til baka eða svara í símann. Ef maður lofar að gera þetta tvennt í samræmi við hugmyndir vinnuveitandans, þá fær maður kannski vinnu, annars sennilega ekki. Svo er starfsmaðurinn metinn út frá gæðum þjónustunnar, ekki hvaða "gildi" eða "sannfæringu" hann hefur.
Alvöru (anarkískt?) lýðræði ætti auðvitað að byggjast á því að fólk semdi starfslýsingu fyrir pólitíkus og spyr hver er til í að fara eftir henni. Ef ekki, getur frambjóðandinn bara "fylgt sannfæringu sinni" upp í rassgatið á sér.

Sveinbjörn | 18.3.2012 kl. 13:42
Sveinbjörn

Hugmyndin er sú að þegar þú setur lög fyrir sjálfan þig (ala Rousseau), þá sé ekkert valdboð í gangi. Ef frambjóðandinn þinn er ekki að "setja lög sem þú hefðir sjálfur viljað setja", þá er hann ekki lengur þinn "moral agent by proxy" og þ.a.l. hafa lögin ekki bindandi siðferðislegt tilkall til hlýðni.