17.3.2012 kl. 02:45

Í mörg ár var það þannig að kötturinn minn, hún Aþena, og svo líka kötturinn hennar mömmu, Axel, sótttust í vatnið í botninum á sturtunni heima. Þau læddust inn og lepjuðu botnvatnið. Síðarmeir heyrði ég svipaðar sögur frá öðrum kattaeigendum, þ.á.m. Þórdísi og Eika, en Skaði þeirra ku gera það sama.

Hún Aþena mín neitar alfarið að drekka ferskt vatn úr dallinum sínum. Þess í stað leitar hún í glösin í (skítugum) vaskinum eða í sturtuna. Svona hafa hlutirnir verið í mörg ár. En núna í dag gerði ég tilraun. Ég hellti heitu vatni í glasið hennar við dallinn, lét það kólna, og viti menn, hún drakk það!

Ég er búinn að leysa ráðgátuna: köttum finnst heitt íslenskt hitaveituvatn sem er búið að kólna betra en ferskt kalt vatn.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 17.3.2012 kl. 08:08
Eiki

Er það ekki bara út af bragðinu. Það fylgir smá steinefnakeimur með. Þess vegna er líka betra að drekka úr vöskum, sturtubotnum, blómavösum og þess háttar. Sumum finnst líka betra að vatnið sé rennandi.
Annars er Skaði farin að drekka vatn við matardiskinn sinn, svo lengi sem það er í litlu glasi. Þar virðist framsetningin skipta meira máli en bragðgæðin.

Steinn | 17.3.2012 kl. 18:42
Steinn

Hún Lundfríður mín vill helst bara drekka vatns beint úr krananum. Annars gerði hún það oft áður að lepja heitt og sápulegið vatn úr sturtubotninum. Veit ekki hvað veldur.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10150264698147882&set=a.179469302881.126151.655882881&type=3&theater

Einar Jón | 18.3.2012 kl. 13:26
Einar Jón

Kettir nárgrannans vilja líka aðra frametningu en þennan hefðbundna dall. Einn vill helst vatn úr háu glasi og annar drekkur það rennandi úr krananum.

Arnaldur | 19.3.2012 kl. 12:12
Arnaldur

"Þau læddust inn og löptu botnvatnið."