15.3.2012 kl. 23:17

Ég minntist á það um daginn að ég les stöku sinnum bloggið Vegið úr launsátri. Mér þykir höfundur upp til hópa skrifa skynsamlega og ég er oft sammála henni.

Hins vegar hefur mér stundum þótt tónninn á blogginu hennar einum of einstrengingslegur, einum of púrítanskur og hugmyndafræðilegur fyrir minn smekk. Þegar ég las listann í þessari færslu þá verð ég að viðurkenna að ég fann ónot með mér, ekki vegna innihaldsins, heldur vegna einstrengingsháttsins. Þarna er reynt að sjóða flókna samskiptamenningu kynjanna niður í einhver boðorð sem úthrópa nokkurn veginn alla karlmenn sem nauðgara (ég meina, kommon, hvaða karlmaður hefur ekki endað í bólinu með stelpu á fylliríi?).

Ég segi bara, eins og marxistarnir gerðu í denn, að mér finnst ljótt að sjá svona mikla orku hjá svona mörgu fólki fara í kynjastríð, eins og bloggheimarnir íslensku bera vott um. Misrétti gagnvart konum er [hrikalegt og ákallandi vandamál, en] fyrir mér [er það einnig] symptóm af miklu stærra vandamáli, sem er valdastrúktúrinn í samfélaginu og hvers konar fólk rís til metorða innan hans.

Við búum nefnilega í samfélagi sem — eins og meira og minna öll önnur samfélög í tímans rás — verðlaunar greindum, sterkviljuðum sósíópötum með æðstu valdastöðunum. Kerfið er þannig upp byggt að slíkt fólk er mun líklegra til þess að rísa til metorða. Maður gæti nafngreint svona manngerðir á bæði hægri- og vinstrivæng í stjórnmálasögu Íslands, en íslensk meiðyrðalöggjöf er eins og hún er. Látum okkur duga öll dæmin úr mannkynssögunni, sem eru of mörg til þess að telja. Þau sýna, eins og breski sagnfræðingurinn Lord Acton orðaði það, að "great men are almost always bad men."[1]

Það er að sjálfsögðu engin tilviljun að það séu karlmenn alls staðar á toppnum. Þeir eru almennt aggressívari og líkamlega stærri, og líklegri til þess að vera sósíopatar. Þegar konum tekst að brjótast inn í valdaklúbbinn þá er það yfirleitt vegna þess að þær eru alveg jafn sósíópatískar og karlarnir (manni dettur í hug Magga Thatcher). Á meðan hlutirnir eru svona, á meðan okkur er alltaf stjórnað af meira og minna siðlausu, valdagráðugu fólki, þá er mér svosem skítsama [skiptir voða litlu máli] hvort það er karl eða kona.

Breytt Mar 16 00:47


20 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Þórdís | 15.3.2012 kl. 23:50
Þórdís

U já ókei þér er skítsama. Við sem erum með tvo x-litninga erum samt ennþá til í hærri laun og minni nauðganir.

"Það er að sjálfsögðu engin tilviljun að það séu karlmenn alls staðar á toppnum. Þeir eru aggressívari, líkamlega stærri og líklegri til þess að vera sósíopatar."

Þetta finnst mér líka rosalega shaky röksemdafærsla.

Kthxbye.

Sveinbjörn | 15.3.2012 kl. 23:55
Sveinbjörn

Bara svo það sé alveg á hreinu, þá var ég ekki að gera lítið úr misrétti kynjanna, sem er slæmt og ákallandi vandamál alls staðar í heiminum, heldur benda á að það er hluti af stærra vandamáli, sem er valdskiptingin í samfélaginu. Eitt veldur hinu, í hringrás.

Þórdís | 16.3.2012 kl. 10:58
Þórdís

Point taken. Og ég er innilega sammála því að það er nauðsynlegt að setja kynjamisrétti í stærra samhengi.

Sveinbjörn | 16.3.2012 kl. 00:05
Sveinbjörn

Varðandi shaky röksemdafærsluna, þetta með sósíópatíu í karlmönnum er þekkt fyrirbæri sem hefur verið endurtekið í nokkrum stúdíum. Ég skal sjá hvort ég geti ekki grafið upp það sem ég var að lesa.

Hitt tvennt finnst mér "a given". Við erum að meðaltali stærri, og með öðruvísi vöðvastrúktúr sem gerir okkur almennt betri í ofbeldi. Karlmenn bera síðan ábyrgð á yfirgnæfandi meirihluta þvingana og ofbeldis í samfélögum út um allan heim, meira að segja í samfélögum sem eru upp til hópa friðsamleg, eins og Ísland. Ef það er ekki meiri "aggressjón", þá veit ég ekki hvað er það.

Þannig að forsendurnar eru til staðar. Það er annað að sýna fram á að svona eiginleikar komi fólki á annað borð á toppinn, en mér finnst almenn skynsemi og það að lesa um pólitík á hinum ólíkustu tímabilum mannkynssögunnar ljá þessu vigt. Fyrir utan það hvað félagsvísindastúdíurnar (t.a.m. selectorate theory rannsóknirnar) sýna.

Þórdís | 16.3.2012 kl. 10:50
Þórdís

Já sósíópatía er algengari í karlmönnum, upp að því marki sem hún er vel skilgreindur geðsjúkdómur, sem mér skilst að sé nú aðeins málum blandið.

Þunglyndi er algengara hjá konum, líka átraskanir, geðklofi hjá körlum. Það eru sterkar vísbendingar um að samfélagið og kerfisbundið misrétti þess hafi nú töluverð áhrif á það hvaða geðsjúkdómur er triggeraður í hverjum. Margir sjúkdómar birtast með ólíkum hætti milli kynja og eru þess vegna of- eða vangreindir öðrum hvorum megin. Þess vegna finnst mér það í besta falli presumptuous að segja að karlar hafi komist til valda *af því að* þeir séu svo miklir síkópatar.

Mér dettur enginn bisnissmógúll eða stjórnmálamaður í hug sem hefur komist til valda í krafti líkamlegra yfirburða sinna - nema kannski Arnold Schwarzenegger - og margir eru beinlínis þekktir fyrir að vera litlir og aumir.

En aðalatriðið í þessu er auðvitað að þú horfir beint framhjá öllum ástæðunum fyrir því að konur komast síður í valdastöður sem hafa actually verið rannsakaðar og staðfestar. Þær hafa auðvitað sumpart að gera með grímulaust misrétti en ekki síður með dulda og ómeðvitaða fordóma - konur þurfa að standa sig tvöfalt betur til að fá sama kredit og kallar og allt það. Það er ekki bara eitthvað sem er fleygt fram, það er í alvöru staðfest í rannsóknum aftur og aftur.

Og hvað liggur að baki þessum ómeðvituðu fordómum nema blessaðar steríótýpurnar sem alltaf er verið að tyggja ofan í alla úr öllum áttum. Steríótýpur eins og það að það sé karlmönnum eðlislægt að komast á toppinn af því að x, y og z. Skítt með það að konur séu að komast til valda í síauknum mæli. Skítt með það að þetta sé eldgömul endurunnin kenning þar sem bara er skipt um x, y og z eftir behag eftir því sem konur afsanna hverja útgáfuna á fætur annarri. Þetta er allt út af því að þær eru með minni haus! No wait. Þetta er allt út af því að þær eru með minna hvítt stöff í heilanum! No wait. Þetta er allt út af því að þær eru með færri rifbein! No wait. Eh, testósterón! Já, það hlýtur að vera málið. *karlarnir klappa sér svo ákaft á bakið að þeir missa alveg af því að kerlingarnar eru actually smám saman að ná sér í völd án þess að hafa míkrógrammi meira testósterón en fyrir 100 árum.*

Sveinbjörn | 16.3.2012 kl. 13:57
Sveinbjörn

Eins og nauðsynlegt verður í stuttum bloggfærslum, þá er stór hópur af undirliggjandi ályktunum til staðar þarna sem fylgdu ekki með.

Ég á ekki við að líkamlegur styrkur einstakra karlmanna sé ástæðan fyrir valdi viðkomandi aðila í samfélaginu í dag, heldur að í bæði sögunni allri og í samtímanum þá sé vald í höndum karlmanna, og það sé m.a. vegna þess að þeir eru sterkari.

Ég tilheyri ekki þeim hópi fólks sem heldur að rótin að öllu valdi sé ofbeldi, þótt slíkar teóríur heyrist stundum frá hinu ólíkasta fólki. T.d. þá er vald konu yfir eiginmanni sínum sem elskar hana ekki með neinar rætur í ofbeldi.

Hins vegar er ofbeldi alltaf síðasti mögulegi áfanginn í deilum tveggja aðila.

Tökum gratuitous stjórnmálaheimspekidæmi (ég er reyndar ekki svo hrifinn af svona hugarspunum, en hvað um það):

Segjum sem svo að tveir aðilar, karl og kona, séu á eyðieyju og koma sér saman um reglur (t.d. að við fáum sitt hvorn helminginn af ölllum mat). Ef það kemur til deilna um þessa skilmála, þá er karlinn líkamlega sterkari en konan og getur þvíngað fram skilyrðin sem hann vill "when push comes to shove", t.a.m. ákveðið að taka 90%. Hvað getur konan þá gert? Þú skilur hvert ég er að fara með þessu.

Svona skipting á ofbeldisvaldi er konum miður í hag og er eftir því sem ég fæ best séð grundvöllurinn fyrir því sögulega óréttlæti sem þær hafa þurft að þola. Ég las einhvern tímann að upptaka akuryrkju hefði verið sanna uppspretta karlavaldsins — þá byrjuðu konur að búa á býlum með eiginmönnum sínum, langt frá ættingjunum sem hefðu annars gætt hagsmuna þeirra gagnvart þeim.

Það er engin tilviljun að konur eru loksins að fá þau áhrif og virðingu sem þær eiga skilið samhliða drastískri minnkun á ofbeldi.

Ég er síðan ekkert hrifnari en þú af þessum barnalegu "just-so" sögum þróunarsálfræðinga um kynin og samskipti þeirra. Hins vegar þá finnst mér ofbeldispunkturinn ekki vera "just-so" saga heldur palpable raunveruleiki sem er augljós bæði í samtímanum og í sögulegu ljósi.

Fyrir mitt leyti, þá hef ég engar efasemdir um að ef konur væri líkamlega sterkari en karlar, þá myndu þær hafa völdin, og nauðga, og halda körlunum niðri.

Þórdís | 16.3.2012 kl. 20:28
Þórdís

Ókei, þú meintir semsagt "það er engin tilviljun að karlmenn *komust* á toppinn" og við getum verið sammála um það.

Sveinbjörn | 16.3.2012 kl. 14:03
Sveinbjörn

"dulda og ómeðvitaða fordóma - konur þurfa að standa sig tvöfalt betur til að fá sama kredit og kallar og allt það"

Málið er að fordómarnir og allt það eru afleiðingar af valdskiptingunni. Stofnanavætt kynja- og kynþáttamisrétti á sér alltaf stað "from a position of strength." Svona "Old Boys Networks" ráða ALLS staðar í íslensku samfélagi. Ég sé þetta í aksjón reglulega í atvinnulífinu. En þetta er ekki bara "karlar vs konur" heldur "affluent, klókir, siðlausir, hvítir karlar" vs. "allir aðrir".

Nauðganirnar, útskúfun kvenna og kúgun annara þjóðfélagshópa sem eru valdalitlir er alltaf gert út frá ráðandi valdaklíkunni.
Og ég held að nauðgun sé "power-crime", glæpur sem skapast yfirleitt út frá pre-existing valdi, eitthvað sem einhver gerir þegar hann hefur nú þegar sanctioned valdayfirburði yfir aðra manneskju og telur sig geta komist upp með níðverk sitt. Nauðgun er ekki bara tilraun til þess að establisha og staðfesta vald, heldur afleiðing af því.

Það er engin tilviljun að nauðgarar eru oft fólk eins og Ólafur biskup, verndaður frá lögsókn af karlaflokknum Sjálfstæðisflokknum í krafti embættis síns og áhrifa.

Steinn | 16.3.2012 kl. 19:16
Steinn

Ég vil benda á það að siðblinda og átröskun eru ekki geðsjúkdómar heldur persónuleikaraskanir. Geðsjúkdómar stafa af boðefnatruflunum en persónuleikaraskanir af sálrænum ástæðum. Þunglyndi er ekki mikið algengara hjá konum en körlum, en þær eru líklegri til að leggjast inn á spítala vegna þess (sækja sér hjálpar). Bara koma þessu á framfæri.

Þórdís | 16.3.2012 kl. 20:19
Þórdís

Takk Steinn, ég hafði ekki áttað mig á því. Gott að vita. En ég er ekki viss um að það breyti því sem ég var að segja.

Steinn | 17.3.2012 kl. 17:56
Steinn

Verandi starfsmaður á geðdeild, þá tel ég það vera skylda mín að fræða fólk um þetta. Rétt skal vera rétt og allt það.

Sveinbjörn | 16.3.2012 kl. 00:51
Sveinbjörn

Tónninn í þessari færslu var ekki réttur hjá mér. Ég biðst forláts, drunken autism í gangi. Uppfærði færslu þannig að hún endurspegli betur meiningu mína.

Eiki | 16.3.2012 kl. 09:06
Eiki

Ég held líka að þú sért aðeins of upptekinn af klikkhausunum sem komast á toppinn.
Segjum að Rick Santorum yrði forsætisráðherra og reyndi að banna Gay Pride eða eitthvað. Það myndi sennilega ekki virka, því að hann hefði ekkert bakland.
(Hann er reyndar líka dæmi um að vöðvastrúktúr skiptir minna máli en stríðalin hugsýki.)
Ástæðan fyrir því að það er svona mikið ströggl að tala um nauðganir í dag er meðal annars að rosalega mörgum finnst ekkert að ástandinu eins og það er. Það er svo stutt síðan nauðgun varð eitthvað vandamál (nema að gerandi þurfti að borga forráðamanni konunnar eitthvað smáræði) að fólk veit ekki einu sinni hvort hún hefur átt sér stað eða ekki. Við erum núna á því stigi að konur "vilja meina" að þeim hafi verið nauðgað og þær þurfa umfram allt að passa að skaða ekki mannorð "meints" nauðgara.
En mig grunar að lætin þessa dagana séu merki um að þetta sé að smáskána.

Freyr | 16.3.2012 kl. 09:54
Freyr

Í 194. gr. almennra hegningarlaga segir: Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.

Nú geta menn haft aðrar skoðanir um hvað teljist nauðgun sem þeim er frjálst að viðra á bloggsíðum, en sem betur fer er það ekki fyrr en búið er að sanna ofangreinda hegðun á hendur einstaklingi sem hægt er að gera honum refsingu fyrir naugðun. Í nokkrum ákvæðum eftir 194.gr. eru taldar upp sambærilegar aðstæður og nefnar eru í greininni.

Til samanburðar þá er refsingin fyrir stórfellda líkamsárás, sem eru brotnar tennur og brotin bein og þannig lagað, að hámarki 3 ár, sbr. 218.gr. Nú ef að aðferðin við hina stórfelldu líkamsáras er sérstaklega hættuleg, t.a.m. ef að notuð er exi við verknaðinn, þá lengist refsiramminn upp í 16 ár, sambærilegt við naugðun.

Þessi naugðunarumræða er kominn langt út fyrir öll skynsemismörk. Er nauðgun jafn alvarlegur glæpur eins og að ráðast á mann með exi og valda honum stórfelldu líkamstjóni? Dæmi nú hver fyrir sig.

Sveinbjörn | 16.3.2012 kl. 13:23
Sveinbjörn

Ég er ekki sammála almenna anda þessarar athugasemdar þinnar.

Þetta snýst um fundamental mannlega virðingu. Það er erfitt að ímynda sér eitthvað meira niðurlægjandi og invasive heldur en að vera nauðgað. Þetta er eitt það hrottalegasta sem ein manneskja getur gert annari. Nauðgun er svipting á átónómíu, það er intimate "notkun" á mest prívat hluta líkama annarar manneskju gegn hennar vilja. Nauðgun er valdníð á hæsta plani.

Fyrir mitt leyti, þá myndi ég frekar vilja vera algjörlega laminn í tætlur (og hljóta varanlegan skaða af) heldur en að vera nauðgað. Ég hef engar efasemdir um að konur sjái þetta almennt í sama ljósi.

Eiki | 16.3.2012 kl. 20:36
Eiki

Svo er annað sem greinir milli nauðgunar og "plain" líkamsárásar. Það er ekkert sem stendur í sama sambandi við ofbeldi eins og kynlíf við nauðgun. Ég á allavega erfitt með að ímynda mér hvað það væri. Og þó að nauðgun snúist ekki nema að hluta til um líkamlega nautn, þá er eitthvað innilega creepy við að árásarmaður manns fái bókstaflega fullnægingu við að misþyrma manni.

Eiki | 16.3.2012 kl. 13:50
Eiki

En hvað er sá sem ráðist er með meintri exi er undir áhrifum áfengis? Eða þar sem hann ætti ekki að vera? Hvað ef axarmaðurinn "mátti eigi við bindast er hann stóð svo vel til höggsins?"

En að gamni slepptu, þá er ég ekki viss um hvort ég vildi frekar verða fyrir exi eða óboðnum getnaðarlim, svo ég dæmi nú fyrir mig.

Svo má líka spyrja hvaða fylgni sé milli refsiramma og refsingar og hversu oft fæst dómur í nauðgunarmálum og, segjum, axarárásum.

Sveinbjörn | 16.3.2012 kl. 14:15
Sveinbjörn

"mátti eigi við bindast er hann stóð svo vel til höggsins"

Chariman ROFLMao. Mest devious húmor í öllum íslendingasögunum.

En að öllu gamni slepptu, þá hafa alls konar fascinating stúdíur sýnt að eftir því sem glæpmenn eru ólíklegri til þess að nást, þeim mun harðari dóma fá þeir. Þ.e.a.s það hefur fundist þokkalega sterk öfug fylgni milli "culprit apprehension and conviction rate" og harðræði refsinga.

Dagur | 16.3.2012 kl. 15:26
Dagur

Ég fæ það á tilfinninguna af þessum lista að höfundurinn sé á þeirri skoðun að ef stelpa sér eftir kynmökum seinna þá sé um nauðgun að ræða.

Nú hef ég reyndar séð eftir kynmökum. Er ég þá fórnarlamb?

"13. Þú ert nauðgari ef þú reynir að snúa neitun hennar upp í jáyrði með því að ‘kjafta hana til’. Hún er ekki að reyna að láta þig ganga á eftir sér. Þú ert samt nauðgari."

Þetta er út í hött. Ef maður reynir að kveikja í stelpu, koma henni til, með daðri, strokum eða einhverjum hefðbundnum ráðum, og það tekst hjá manni, þá er maður ekki nauðgari.

Steinn | 16.3.2012 kl. 19:25
Steinn

Mér sýnist að Dave Chappelle hafi neglt þetta.

http://www.comedycentral.com/video-clips/jwmvxd/chappelle-s-show-love-contract

Þetta er reyndar ádeila/skot á celeba sem hafa komist undan nauðgunarkærum.