12.3.2012 kl. 19:19

Úr Pathbreakers: Small European Countries Responding to Globalisation eftir Margrit Müller [já, ég veit].

By turning directly to the United States government and appealing to its strategic interests in Iceland, the Icelandic government succeeded in obtaining very generous aid, amounting to a total of $38.7 million between 1948 and 1953. Grants accounted for no less than 77.2 per cent of the total, conditional grants 13.7 per cent and loans 9.1 per cent. ln addition, a sum of $141 thousand was granted through the Technical Assistance Programme. In per capita terms, no member of the OEEC received as much in grants as Iceland - $209 — with the Netherlands coming second at $109.

The fact that Iceland, one of the very few countries of Europe emerging not only undamaged but also much richer from the war, should receive more in per capita grants than any other nation participating in the Marshall Plan is certainly one of ‘history’s ironies’.

Framreiknað með tilliti til verðbólgu þá væri þetta í dag 2613 USD, eða um 330 þúsund krónur á hvert einasta mannsbarn, sem Ísland hlaut í Marshall aðstoð. Miðað við fjölskyldustærðir þess tíma hefur þetta ábyggilega verið hátt í 2 milljónir á hverja fjölskyldu. Það myndi samsvara margra ára tekjum miðað við þáverandi kaupmátt. Á síðari hluta 5. áratugsins hefur þetta verið sannkallaður fjársjóður fyrir fámennt, nýlega sjálfstætt ríki sem fyrir ekki svo löngu síðan hafði verið eitt það fátækasta í evrópu.

Við Íslendingar fengum ríkidæmi okkar að gjöf frá Ameríkönum. Þetta var mér merkilega nokk aldrei kennt í skóla.


13 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar | 12.3.2012 kl. 20:26
Einar

Á Íslandi var náttúrulega heill iðnaður sem var bara í því að mjólka Bandaríkin um pening til þess að koma upp infrastrúktúr (og gera menn ríka í leiðinni, að sjálfsögðu). En það er ekkert annað en þjóðníðingsskapur að rifja þetta upp!

Arnaldur | 12.3.2012 kl. 21:41
Arnaldur

Já. Menn eru ekkert mikið að flagga þessari blessuðu Marshall aðstoð.

Á meðan situr HHG sveittur við að semja einhverjar fantasíur um "rússagull", út frá óljósum sögusögnum um KGB-njósnara með dularfullar skjalatöskur.

It's sad... but funny!

Eiki | 13.3.2012 kl. 08:57
Eiki

Hlustaðu nú, Sveinbjörn! Íslendingar komu til Íslands af því að Noregskonungur fann olíu á landinu þeirra. Og þeir elskuðu frelsið og voru duglegir en hann vildi skattleggja sig út úr kreppunni. Þess vegna eigum við svona mikið af frábæru listafólki.
Og hættu svo að tala niður landið þitt. Við þurfum ekki á ímyndarkreppu að halda ofan á allt.

Einar Jón | 13.3.2012 kl. 10:02
Einar Jón

Ég er nokkuð viss um að ég heyrði/las það í sögutíma í MR að við hefðum fengið hærri Marshall aðstoð á haus en nokkuð annað land. Ég hef samt aldrei séð tölur fyrr en nú.

Arnaldur | 13.3.2012 kl. 13:02
Arnaldur

Já. Það var minnst á þetta í framhjáhlaupi. Hálfgert 'footnote' samt. Það er varla hægt að segja að menn hafi dvalið mjög við þetta.

Það gæti þó reyndar skrifast á sögukennarann okkar í 6. bekk, en ég held að það sé best að ég segi sem minnst um það allt saman.

Sveinbjörn | 13.3.2012 kl. 13:21
Sveinbjörn

Já, hún Auður blessunin hefur vonandi mígrerað yfir í annað starf, hennar og nemenda hennar vegna. Enn til dagsins í dag hef ég aldrei hlotið jafn hörmulega kennslu, og þó séð ýmislegt í akademíunni.

Ég meina, hvers konar sögukennari getur gert síðari heimsstyrjöldina óspennandi?

Einar | 13.3.2012 kl. 16:10
Einar

Hvað var svona spennandi við hana? Allir voru fucked og Kaninn leysti málið í snatri.

Thorir Hrafn | 13.3.2012 kl. 17:48
Thorir Hrafn

Ég sé að sögukennslan í MR er ekki eins góð og af hefur verið látið.

Sveinbjörn | 13.3.2012 kl. 17:50
Sveinbjörn

Ég geng nú ekki svo langt. Besti kennarinn sem ég hafði í MR var sögukennarinn minn fyrstu árin í MR, hún Súsanna Margrét Gestsdóttir. En hún hætti.

Í 6. bekk fengum við svo þessa incompetent kellingu sem ekkert vissi né kunni.

Einar | 13.3.2012 kl. 19:00
Einar

Að gefnu tilefni vil ég taka fram að commentið hér að ofan var skrifað í fúlustu alvöru (og þitt væntanlega líka Þórir).

En hvað sögukennsluna í MR varðar, þá minnir mig að ég hafi verið í síðasta árgangnum sem fór í gegnum menntaskóla á gömlu námsskránni - veit því ekki hvernig þetta er í dag. Í þriðja bekk lærðum við um Grikki og Rómverja, í fjórða bekk lærðum við um Þjóðveldisöld á Íslandi, í fimmta var ekki saga og í sjötta er þetta orðið eitthvað hazy.

Sögukennarinn minn þá var Helgi Ingólfsson, sem mig langar að undirstrika gagnvart öllum þeim sem heimsækja þessa síðu að er algjör snillingur. Ég man ekki eftir sérstakri áherslu á seinni heimsstyrjöldina, en það kann að skýrast af því að ég var ekki með 100% mætingu. Aðrar skýringar tek ég hins vegar fúslega til skoðunar.

Sveinbjörn | 13.3.2012 kl. 19:04
Sveinbjörn

Já, Helgi er flottur kennari, sat í gegnum nokkra tíma hjá honum.

Thorir Hrafn | 13.3.2012 kl. 10:58
Thorir Hrafn

Það var minnst á þetta í sögutímum í Verzló líka.

Ég held að lexían í þessu máli sé sú að Sveinbjörn hafi ekki verið að fylgjast með í tímum í MR.